Örvitinn

Í dag

Maður á varla að segja frá því, en ég og stelpurnar fórum á fætur klukkan hálf tíu í morgun. Held við höfum haft gott að þessu, búið að snúa sólarhringnum við hjá stelpunum. Ég var því mættur frekar seint til vinnu í dag.

Í kvöld er það Everton-Liverpool. Miðað við form liðanna undanfarið ætti Liverpool að vinna 8-0, en form og geta skipta ekki aðallmáli í nágrannaleikjum. Ég er óskaplega hræddur við þetta Everton lið í kvöld, þar hafa menn verið niðurlægðir, tapað 4-0 tvisvar í röð, og koma eflaust dýrvitlausir í leikinn. Ég sé fyrir mér ljótar tæklingar og rauð spjöld. Ég er jafnvel hræddur um að Momo Sissoko fái rauða spjalidið fyrir litlar sakir, svartir menn komast oft ekki upp með jafn mikið og þeir bleiku í boltanum :-)

Æi, ég vona að Liverpool fari ekki að spila á sama plani og Everton, heldur láti boltann ganga og spila á sama máta og í síðasta leik, þá ætti þetta að hafast.

En ég verð semsagt fastur fyrir framan imbann í kvöld klukkan átta.

boltinn dagbók