Örvitinn

Sitjandi á púðurtunnu

flugeldar á menningarnótt í fyrraþegar ég rölti út í bensínstöð til að kaupa mér morgunmat tók ég eftir því að það er búið að opna flugeldasölu á jarðhæð byggingarinnar sem ég starfa í. Ég get ekki að því gert, en mér finnst ekki þægileg tilfinning að vita af tonni af púðri undir rassgatinu á mér. Og bensínstöð í næsta húsi :-)

Snillingarnir í Seljahverfinu eru byrjaðir að sprengja á nóttunni. Einhverjir unglingsfábjánar að búa til sprengur sem þeir svo tendra flissandi. BÚMM heyrist um miðja nótt og úr unglingatyppum drýpur, sælan er alger. Næstu nætur verða verri, þetta endist vanalega fram í miðjan janúar.

Ekki það að ég hafi ekki gaman að flugeldum, þeir geta verið hin besta skemmtun og ég stefni á að ná góðum flugeldamyndum næstu daga. Það er bara þetta BÚMM sem ég skil ekki.

Hvað er ég að kvarta, svefnskortur minn er heimatilbúið vandamál.

kvabb
Athugasemdir

Sirrý - 29/12/05 11:12 #

Það yrði annsi gott BÚMM hjá ykkur ef það kviknaði í flugeldasölunni. Það er annars ferlega leiðinlegt að vakna á nóttinni við þennan hávaða og ég tala nú ekki um þegar börnin vakna arggg.