Örvitinn

Hvað er athugavert við fjölkvæni?

Fjölkvæni er víst furðulegt, eiginlega ósiðlegt ef ég skil fólk rétt. En hvað er eiginlega athugavert við fjölkvæni? Fleiri en ein fullorðin manneskja ákveða að gera með sér samning um að búa saman, reka heimili og jafnvel fæða og ala upp börn.

Ég sé bara ekkert athugavert við það, svo lengi sem fólki langar til þess og allir eru sáttir.

Mæli með Vantrúargreininni Á öskuhaugana með siðinn hans Kalla! þar sem meðal annars er komið inn á þetta.

Hvað er svona heilagt við þetta einn-karl-ein-kona fyrirkomulag sem þessir menn dýrka?

Einmitt, hvað er svona heilagt?

Ýmislegt
Athugasemdir

Óli Gneisti - 03/01/06 00:16 #

Ekkert að fjölkvæni en fjölveri, það er bara sjúkt og rangt ;)