Örvitinn

Mætti við því að sofa meira

Ég svaf fjóra tíma í nótt. Fór í bælið um eitt en sofnaði ekki fyrr en um hálf þrjú. Rauk á fætur hálf sjö og drullaði mér í ræktina. Var hrikalega slæmur í hálsinum þegar ég vaknaði en er skárri núna. Hafði gott af því að fara í ræktina. Var frekar slappur í gærkvöldi, vonandi er ég ekki að verða veikur. Draumar mínir voru afar súrir rétt áður en ég vaknaði í morgun.

Trackback spammið flæðir inn sem aldrei fyrr þessa dagana. MT 3.2 höndlar þetta vel og allt er þetta flokkað sem rusl enda vélarnar sem þetta kemur frá þegar merktar sem spam vélar í einhverjum gagnagrunni. Enn og aftur finnst mér að við eigum að nýta okkur sérstöðu landsins og loka fyrir þessar tengingar inn í landið. Þegar þúsundir, jafnvel tugþúsundir tenginga koma frá ákveðnum ip tölum og þegar er búið að flokka það sem spam ætti einfaldlega að filtera þetta hinum megin við hafið. Svo ætti náttúrulega að senda lið heim til þeirra sem standa á bak við þetta og kveikja í húsunum þeirra, en það er önnur saga.

Ég reyndi að loka fyrir aðgang þessara véla í gegnum apache config en samt ná þær að send POST request, einungis er lokað fyrir GET. Ég skil ekki hvað ég er að gera vitlaust.
Options FollowSymLinks
AllowOverride None
Order allow,deny
Allow from all
Deny from 85.255.114. 85.255.113. ...

Gleðifrétt dagsins er að ég þyngdist ekkert um hátíðarnar. Raunveruleikinn er samt sá að staðan er ansi slæm. En nú verður tekið á því.... ó já.

dagbók
Athugasemdir

Tryggvi R. Jónsson - 03/01/06 11:19 #

Það sem hefur reynst vel hjá mér er að nota mod_security: http://www.modsecurity.org/