Örvitinn

Kjaftstopp

Alltaf finnst mér jafn sorlegt að missa dag úr bloggi. Þetta má ekki gerast, bloggsamviskan nagar mig :-)

Spilaði fótbolta í Fífunni í kvöld. Það var fínt. Reyndar helst til margir mættir, held við höfum verið 25. En það er gaman að sprikla í boltanum. Eini gallinn er ég er að koma aftur heim klukkan hálf tólf og á erfitt með að fara beint í bælið.

Þennan mánuðinn má versla með knattspyrnumenn í Evrópu. Það er því lítið annað en pælingar um hugsanleg kaup á leikmönnum á knattspyrnusíðum. Margar af þeim pælingum eru reyndar stórskemmtilegar. Ég er spenntur að sjá hvernig þessir nýju leikmenn Liverpool munu pluma sig. Hollenskur hægri bakvörður búinn að skrifa undir og danskur miðvörður er víst næstum örugglega að koma. Svo tel ég afar sennilegt að Portúgalski kantmaðurinn Simao komi en hef náttúrulega ekkert fyrir mér í því annað en pælingar annarra sem hafa ekkert fyrir sér í því.

Þetta mál með Þjóðkirkjuna og samkynhneigða er að mínu mati stórskemmtilegt. Það er svo hressandi þegar Þjóðkirkjan kemur fram með svona stórkostlega glórulaus viðmið. Fullt af fólki virðist uppgötva hverslags fornaldarstofnun þetta er og ég vona að margir fylgi eftir orðum sínum og segi sig úr Þjóðkirkjunni.

Ég uppgötvaði í gær að ég er búinn að týna nokkrum ljósmyndum. Skil ekki hvernig það gerðist því ég er með afrit af myndum á þremur diskum. Byrja alltaf á því að færa myndirnar yfir á ferðatölvuna og kópera svo af henni yfir á hina vélina reglulega. Í þetta skipti hefur eitthvað farið úrskeiðis, væntanlega hef ég eytt foldernum á ferðavélinni án þess að hafa kóperað allar myndir úr honum yfir. Ætlaði að endurvinna nokkra myndir, meðal annars þessar [1, 2, 3] en upprunalegu myndirnar er hvergi að finna. Held þetta séu um hundrað til tvöhundruð myndir sem ég hef glatað, þar af 11 síðustu myndirnar á þessari síðu Ansi fúlt en svona gerist.

dagbók