Örvitinn

Eyjagöng og Árni Johnsen

Ég get ekki gert að því, ég er svo fordómafullur og allt það, en þegar Árni Johnsen mætir í fjölmiðla og kynnir skýrslu sem sýnir að 16 milljarða göng til Vestmannaeyja séu ofsalega hagstæð, þá á ég erfitt með að trúa honum.

Mér finnst hann ekki trúverðugur og tek lítið mark á því sem hann segir. Jafnvel ekki þegar hann vitnar í norræn fyrirtæki. Árni Johnsen gæti fengið mig til að efast um þróunarkenninguna, bara með því að kynna hana í fjölmiðlum.

Er þetta til merkis um að ég sé vondur maður? :-)

pólitík
Athugasemdir

Birgir Baldursson - 06/01/06 04:00 #

Hehe, eða þá að hann sé vondur maður.

Síðast þegar þessi mál komu upp á borðið reyndist engin innistæða fyrir því sem Árni sagði fjölmiðlum, þeir sem hann vitnaði til komu að fjöllum og könnuðust ekki við neitt.

Jensi - 06/01/06 17:23 #

Nú man ég ekki alveg tölurnar en er ekki líka soldið skrýtið að eitt norrænt ráðgjafafyrirtæki segir að þetta kosti 30 -> 40 milljarða meðan norræna ráðgjafafyrirtækið hans Árna Johnsen segir að þetta kosti bara helminginn af því.

Ég dreg því þá ályktun að hitt norræna ráðgjafafyrirtækið hafi verið drukkið þegar það vann skýrslu sína!

Það er eina rökrétta niðurstaðan?