Örvitinn

Jólatréð komið út á götu

Jæja, jólatréð liggur á gangstígnum við Engjasel, verður hirt af bæjarstarfsmönnum á næstu dögum. Jólaskrautið er komið ofan í kassa.

Hér er verið að undirbúa afmæli. Fyrst fara stelpurnar reydnar í afmæli til Kötsju, sem er sex ára í dag, en svo flyst boðið hingað yfir klukkan fjögur.

Í kvöld förum við svo í afmælisboð hjá afa og Óskari bróður hans. Ekki veit ég hve lengi við verðum þar, en á morgun verðum við með afmælisboð fyrir fjölskylduna.

Ég og Kolla fórum að versla í morgun. Byrjuðum í Bónus og fengum næstum allt þar. Ég hamstraði tómata í dós og tómatkraft - og Egils Kristal að sjálfsögðu. Fórum svo í Smáralind, keyptum það sem vantaði í Hagkaup og gjafir handa gestum í Tiger, fimmtán skopparabolta fyrir þrjúþúsund krónur. Ekki man ég eftir því að afmælisgestir hafi verið leystir út með gjöfum þegar ég var krakki, en þetta er víst til siðs í dag.

Jólin eru ekki búin í Útvarpi Latabæjar, jólalög og jólasögur enn í gangi. Það þarf einhver að fara að skipta um playlista á þeim bæ.

dagbók