Örvitinn

Slakur í knattspyrnu

Mikið óskaplega get ég stundum verið slakur í fótbolta. Ég kenni dapurlegu líkamsástandi um, maður gerir lítið af viti á velli þegar formið vantar og maður er alltaf einu skrefi á eftir. Frammistaðan í kvöld var afar döpur, hápunktur kvöldsins var stangarskot, annars var ég alltaf á hælunum og fyrsta snerting var oftar en ekki glórulaus.

Það jákvæða við þetta er að ég puðaði þó eitthvað. Ef allt gengur upp batnar formið þegar líður að sumri.

boltinn