Örvitinn

Leiðinleg þróun

Ég er ekki að gúddera þessa þróun sem hefur orðið á mætingu í vinnunni. Í dag og síðasta þriðjudag hef ég mætt, eins og vanalega á þeim dögum, í kringum átta. Í bæði skipti er hellingur af fólki þegar mættur á staðinn. Þetta hugnast mér ekki, líkaði það miklu betur þegar ég var lang fyrstur og gat setið hér aleinn og stoltur yfir eigin dugnaði í að minnsta kosti hálftíma.

Staðreyndin er að það skiptir ekki öllu máli hvað þú gerir, heldur hvað þú gerir miðað við aðra. Glætan að ég nenni að mæta eitthvað fyrr en þetta :-) Ég vil því biðja kollega mína um að sofa lengur á þriðjudögum og fimmtudögum, þetta ástand gengur ekki lengur.

Annars lyfti ég lóðum í ræktinni í morgun. Nennti ekki að hlaupa þar sem ég tók þann skammt í boltanum í gærkvöldi og fer auk þess í bolta í hádeginu á morgun. Hef verið full latur við að lyfta lóðum undanfarna mánuði.

dagbók