Örvitinn

xfm - Pantera

Útvarpsstöðin xfm á ársafmæli um þessar mundir. Ég hlusta næstum aldrei á útvarp þannig að ég hef svosem ekki mikið um málið að segja. Þegar ég er í bílnum er algengast að ég hlusti á eitthvað spjall, annað hvort á Talstöðinni eða BBC.

Í morgun leiddist mér þvaðrið og skipti yfir á XFM, viti menn, úr tækinu hljómaði Cowboys from Hell með Pantera og ég komst strax í góðan gír, hækkaði í græjunum og leit örugglega út eins og fífl þar sem ég ók eftir Miklubrautinni og hristi hausinn í takt við þessa mögnuðu tónlist. Það er alltof langt síðan ég hef hlustað á Pantera. Verst að ég er ekki með samnefnda plötu hér í vinnunni, hlusta á Vulgar og Far Beyond Driven í staðin, rippa Cowboys um helgina.

Útvarpsstöðvar sem spila svona rokk eiga allt gott skilið.

tónlist
Athugasemdir

djagger - 13/01/06 19:22 #

Pantera eru æðislegir. Maður nánast ólst upp við þetta. Fannst alltaf Vulgar Display of Power besta platan þeirra. Verst hvernig fór fyrir Dimebag :(

Matti - 13/01/06 20:30 #

Þetta er magnað band.

Annars kveikti ég á útarpinu á heimleið úr vinnu um sjöleytið og þá var xfm að spila I am the resurection með Stone Roses af samnefndri plötu. Þessi útvarpsstöð er greinilega að gera góða hluti.