Örvitinn

Helgin

Jæja, það var ekki laust við að ég væri oggulítið þunnur í dag. Vantrúarseggir hittust heima í gærkvöldi, Jón Magnús hélt boð og bauð upp á úrvals veitingar. Ég hellti í mig bjór og whisky. Við kíktum í bæinn, enduðum á Óliver þar sem ég og Hjalti helltum í okkur nokkrum staupum. Kvöldið endaði svo í þokkalegri stemmingu í ansi langri leigubílaröð.

Í dag skelltum við okkur í ferðalag með strætó til að sækja bílinn vestur í bæ, stelpunum finnst alltaf gaman að fara strætó, mér þætti það skemmtilegra ef maður horfði ekki á eftir vagninum sem maður þarf að skipta í aka í burtu þegar maður kemur niður í bæ. Kíktum í Smáralind þar sem stelpurnar fengu að kaupa sér dót fyrir hluta af peningnum sem þær hafa fengið í afmælis og jólagjafir. Fórum svo í kvöldmat til foreldra minna, byrjuðum úti í snjónum þar sem stelpurnar æfðu sig á skíðum og Ásdís Birta brunaði um á snjóþotu.

dagbók
Athugasemdir

Sirrý - 15/01/06 23:48 #

Eru vantrúarseggir bara karlkyns ? Bara að spá ?

Matti - 15/01/06 23:52 #

Nei, reyndar ekki, það eru konur í hópnum en mun færri en karlarnir. Engin þeirra mætti í gær en það voru reyndar tvær stelpur á staðnum, hvorug skráð í Vantrú.