Örvitinn

Forsíða DV á vísir.is

Einhverjir, þar með talið starfsmenn DV, hafa bent á það að DV geti ekki borið ábyrgð á sjálfsvígi Gísla Hjartarsonar á Ísafirði. Málið þarf svosem ekki að reifa hér, það þekkja allir. Á press.is skrifar Jakob Bjarnar og segir m.a.:

B ) Jafnvel má ætla að maðurinn hafi þegar verið búinn að taka þá ákvörðun að svipta sig lífi áður en blaðið svo mikið sem fór í prentsmiðjuna. Fyrir því eru nokkrar ástæður, svo sem mjög ítarleg sjálfsmorðsbréf sem talsverðan tíma hefur tekið að rita. Blaðið sá hann aldrei en það kom klukkan 2 þessa sama dags til Ísafjarðar en snemma morguns eða um nóttina (dánarstund er ekki fyrirliggjandi þegar þetta er skrifað) greip Gísli til þessa úrræðis. Áhöld eru um hvort hann sá forsíðuna sem komin var upp að morgni á Vísi.

Þessi mynd var vistuð á vefþjóni visir.is klukkan þrjár mínútur yfir þrjú að morgni 10. janúar og þá aðgengileg öllum sem kunna á dagsetningar því jafnvel þó engin vísun væri komin á myndina er ekki flókið að tékka á nýrri mynd með því einfaldlega að breyta slóðinni. Hér verður t.d. forsíða DV á morgun [http://www.visir.is/ExternalData/pdf/dv/060119.jpg]. Alla jafn er auglýsingin komin inn klukkan átta á morgnana samkvæmt því sem Gunnar Gunnarsson segir í sama þræði á press.is Það þarf enga sérstakega tækniþekkingu til og ég held að fólk þurfi ekki að vera neinir rosalegar tölvunördar til að leita uppi forsíðu morgundagsins. En ég athugaði hvenær mynd dagins í dag (18.01.06) kom á forsíðu vísis. Setti í gang lítið forrit sem hlóð forsíðu vefsins á fimmtán mínútna fresti og leitaði að vísun á forsíðumynd DV í dag. Mín niðurstaða er að forsíðumynd DV var komin á vefinn fyrir 03:50 í nótt (Svona leit þetta út í nótt ). Ég get ekkert fullyrt að þetta sé alltaf svona, til þess þyrfti ég að fylgjast með þessu fleiri nætur, hugsanlega var þetta undantekning í nótt, en það er a.m.k. ekki satt að þetta gerist aldrei fyrir átta.

Nú er ég ekki að halda því fram að DV hafi myrt þennan mann eða að hann hafi ekki þegar verið búinn að ákveða að farga sér (eftir símtal frá blaðamanni DV?), en ég verð að segja alveg eins og er, þessi tiltekna vörn DV manna heldur engu vatni. Það er rétt sem Jakob segir að "áhöld eru um hvort hann sá forsíðuna sem komin var upp að morgni á Vísi" en það er öruggt að hann gat séð forsíðuna um nóttina og afar líklegt að um miðja nótt hafi forsíða DV verið komið á forsíðu visir.is. Það er afar lítið mál fyrir hvern sem er að sjá forsíðu DV um miðja nótt og allir sem fóru inn á vísi snemma um morguninn gátu séð forsíðuna, hvort sem þeir bjuggu á Ísafirði eða Ísrael. Ef ekki væri verið að fjalla um DV í þessu máli, heldur t.d. Morgunblaðið, væri þessi afsökun alveg örugglega tilefni forsíðufréttar hjá DV. En varla fer blaðið að fjalla um sjálft sig á sama hátt og það hefur fjallað um aðra!

Hér er tímasetningin þegar myndin var sett á vefinn

import urllib2
print urllib2.urlopen("http://www.visir.is/ExternalData/pdf/dv/060110.jpg").headers
Content-Length: 84050
Content-Type: image/jpeg
Last-Modified: Tue, 10 Jan 2006 03:03:02 GMT
Accept-Ranges: bytes
ETag: "2f3e965e9215c61:101f"
Server: Microsoft-IIS/6.0
X-Powered-By: ASP.NET
Date: Tue, 17 Jan 2006 14:17:28 GMT
Connection: close

Hér er tímasetningin þegar forsíða DV var komin á vísir.is í nótt (ath, tékkað á 15 mín fresti)

Connection: close
Date: Wed, 18 Jan 2006 03:50:46 GMT
Server: Microsoft-IIS/6.0
X-Powered-By: ASP.NET
Last-Modified: Wed, 18 Jan 2006 03:50:46 GMT
Content-Type: text/html
Set-Cookie : PBCSPERMUSERID=173232913846181; expires=Thursday, 18 Jan 2007 03:50:46 GMT; path=/;
Set-Cookie: PBCSSESSIONID=173232913846181; path=/
Content-Type: text/html; charset=iso-8859-1
Content-Length: 109447

Ýmislegt
Athugasemdir

agh - 18/01/06 10:09 #

Það er líka annað sem mér hefur alltaf dottið í hug, þegar ég hef verið að velta því fyrir mér hvort hann hafi verið búinn að sjá sjálfur forsíðuna áður en hann greip til þessa örþrifaráðs og það er að blaðamaður DV hafi daginn áður verið búinn að hafa samband við hann. Blaðamaðurinn vill örugglega ekkert kannast við það núna en það hefur kannski orðið til þess að hann gerði sér grein fyrir því að hann myndi vera blaðaefni DV morgundagsins.

Matti - 18/01/06 10:13 #

Það er vitnað í hann í fréttinni, ("misskilningur" segir kennarinn stendur á forsíðu) þannig að DV var búið að hafa samband við hann, það er ljóst.

En hér er ég bara að horfa á þessa einu afsökun, að Gísli hafi ekki getað verið búinn að sjá forsíðuna þegar hann fargaði sér.

Magnús Jónsson - 18/01/06 10:26 #

Já voðalega ertu skarpur lítill strákur.

Eldri maður á Ísafirði sat heima hjá sér og var að finna út urlið til að fá nýju forsíðuna á DV upp á skjáinn hjá sér?

Þekkiru einhverja 50-60 til 70 ára menn með svakalega kunnáttu á veraldarvefnum? Ég er ekki að meina kunnáttu að kveikja á tölvunni og ýta á Explorer heldur pæla í urlum og hvar og hvenær næsta forsíða birtist á vísir.is?

Þú ert alveg í ruglinu

Matti - 18/01/06 10:27 #

Best ég vitni í sjálfan mig:

Mín niðurstaða er að forsíðumynd DV var komin á vefinn fyrir 03:50 í nótt

Þá á ég við að á forsíðu visir.is klukkan 03:50 í nótt var komin mynd af forsíðu DV í dag ásamt vísun á stærri mynd. (sjá skjáskot frá því í nótt)

kári - 18/01/06 10:30 #

Ekki heldurðu virkilega að maðurinn hafi ekki vitað hvað væri í gangi. Ótrúlegt að fólk skuli halda uppi vörnum fyrir þessa fávita á DV. Þetta eru bara einhverjir unglingar sem kunna ekki stafsetningu og skrifa bara einhverju þvælu til þess selja þennan soprsnepil

Úlfar - 18/01/06 10:31 #

Ha Kunna þeir sem eru 50 til 70 ára ekki að fara inn á vísir.is Eg er komin ínn á vísir alttaf um 8 og þá er komin inn ný mynd

Matti - 18/01/06 10:32 #

Fyrir lesendur sem koma í gegnum b2 (og aðra svosem líka). Þetta er kjarni málsins í þessari tilteknu bloggfærslu:

En hér er ég bara að horfa á þessa einu afsökun, að Gísli hafi ekki getað verið búinn að sjá forsíðuna þegar hann fargaði sér.

Kiddi - 18/01/06 10:35 #

Ég þekki þó nokkra fimmtuga til sextuga menn sem hafa næga kunnáttu. En hennar er ekki þörf svona almennt því að það er nóg að fara inn á vísi.is og þá blasir nýjasta forsíðan við.

Guðmundur - 18/01/06 10:42 #

Það er mjög kjánalegt að vera að velta þessu enn fyrir sér.

Fólk getur komið með hvaða getgátur sem er, eins og þú ert að gera núna.

Gísli sagði í þeim bréfUM(Í fleirtölu) sem hann skildi eftir sig að hann óttaðist umfjöllun FJÖLMIÐLA(Í fleirtölu), ekki DV einvörðungu.

Gísli heitinn var þjóðþekktur maður. Með þá vísan gæti ég alveg eins kastað því fram að Gísli hafi verið sekur - þess vegna hafi hann telið eigið líf(Svipað því og þú ert að gera)

Viltu ekki taka upp aðrar og fleiri "Afsakanir"

Ég persónulega stórlega efast um það að Gísli heitinn hafi legið inni á Vísi.is klukkan 3 um nótt og beðið eftir því að "Sjá hvort hann kæmi á forsíðu".

Málið er bara það að hvorki ég, né þú, né aðrir vita nokkuð um það af hverju hann tók eigið líf.

Við vitum EKKERT hvað lá að baki. Við vitum EKKERT hvað stóð í bréfunum annað en bróðir Gísla hefur sagt.

Matti - 18/01/06 10:44 #

Af hverju er kjánalegt að velta þessu fyrir sér þegar starfsmenn DV eru að gera einmitt það þessa dagana?

Það er rétt, við höfum ekki hugmynd um það hvort Gísli sá bréfið. Við höfum ekki hugmynd um af hverju hann fargaði sér.

Enda fjallar þessi bloggpistill ekki um það. Hann fjallar um ákveðna fullyrðingu blaðamanna DV. Ég vil biðja lesendur að hafa það í huga og gera mér ekki upp skoðanir.

Maggi - 18/01/06 10:46 #

Ef að maðurinn er kennari þá hlýtur hann nú að kunna á Internet explorer eða því um líkt. Tala nú ekki um ef að hann er að kenna heima hjá sér. Hvar aflar hann upplýsinga sem kennarar þurfa að fá.

Ekki vera að koma með einhverja svona heimsku að allt eldra lið kunni ekki á tölvur. Veraldarvefurinn er mest notaða fyrirbæri í HEIMINUM í dag. Liggur við að það sé jafnnauðsynlegt og vatn í dag. Auðvitað kann kennari sem er fyrrum skólastjóri á netið. Og hvað eru mest sóttu síðurnar á netinu. Fréttavefir. Ef að maður frá ákveðnu blaði hefur samband við þig og spyr um málefni sem þú ert ekki sáttur við. Ferð þú ekki á heimasíðu hjá þeim fjölmiðli til að kanna málið. Kanna hvað sé að koma um þig. Þetta eru viðbrög sem allir myndu gera. þú ég og allir í kringum þig. Ef það er verið að fara að reyna að sýkna dv frá þessu þá mega seir menn hengja sig líka, því DV hefur eyðilegt líf margra einstaklinga á þessum seinustu árum sem fíflið Mikael Torfa var ritstjóri!! Ég segi niður með dv. Þeir eiga ekki skilið að lifa lengur finnst mér.

Kiddi Geir - 18/01/06 10:48 #

ATH:

í viðtali daginn eftir í blaði þess dags voru viðtöl við 3 drengi sem Gísli á að hafa misnotað eða reynt það. Þar sagði einn þeirra að hann hefði haft samband við Gísla og sagt honum að nú væri komið að skulda dögum og að hann ætlaði að segja frá þessu.

Því er alveg ljóst að hann Gísli hefur vitað að því og þegar DV hefur haft samband við hannn hefur hann vitað hvað var að gerast og greinilega ekki getað lifað með þessu. Að mínu mati bendir það til þess að hann hafi haft eitthvað á samviskunni.

Magnús Jónsson - 18/01/06 10:49 #

Kannaðu frekar fullyrðingar NFS og Blaðsins en þeir sögðu að hann hefði tekið sitt eigið líf eftir umfjöllun DV um málið.

Reyndu að finna út hvernig þeir komust að því...hengdu þeir hann eða?

Matti - 18/01/06 10:53 #

Ég er ekki að fjalla um alla fleti þessa máls hér, ég er að fjalla um eitt sértækt atriði sem fram hefur komið í umræðunni síðustu daga. Fólk getur haft ýmsar skoðanir á því tiltekna atriði og um að gera að setja þær fram hér, en (og ég endurtek) ekki gera mér upp skoðanir sem ég hef ekki sett hér fram.

Ég get tekið undir ýmislegt í málflutningi þeirra sem verja DV. T.d. þótti mér pistill Illuga á NFS í gær ansi góður og aðrir, t.d. Karl Th. Birgisson fjallaði um þetta á málefnalegan hátt á Stöð2 um daginn. Davíð Þór Jónsson fjallar einnig skynsamlega um þetta mál á sínu bloggi.

Gvendur - 18/01/06 11:07 #

Var hann ekki Hjartarson? Veit ekki betur.......

Matti - 18/01/06 11:08 #

Rétt hjá þér, ég hef leiðrétt þetta. Takk fyrir ábendinguna.

Berglind - 18/01/06 12:00 #

það er náttúrulega út í hött að nota það fyrir afsökun að hann hafi ekki getað verið búnað sjá forsíðuna því það skiptir nánast engu máli, því að sjálfsögðu vissi hann af því að málið myndi birtast í DV enda voru þeir búnir að hafa samband við hann,

það sem mér finnst hins vegar ótrúlegt er það hvað Eiríkur Jónsson hefur sloppið ótrúlega vel frá þessu, en ég hef heyrt að það hafi verið hann sem tók þessa ákvörðun um að birta fréttina og svo lætur hann mikael torfa og jónas kristjáns taka skellinn og situr sjálfur upp á skrifstofu = HNEYKSLI

Jóna - 18/01/06 12:06 #

Ég hef aldrei fílað dv en ef að þessi maður var sekur þá er þetta besta blað í heimi og gerði heiminum greiða.. DV ætti að birta myndir af öllum barnaníðingum og nauðgurum á Íslandi og athuga hvort þeir drepi sig ekki allir.. Mig minnir að það séu 3 af 4 stelpum búnar að lenda í eitthverju sem tengist svona en talan er eitthvað minni hjá strákum. Það er svo óhugnarlega mikið af karlmönnum sem gera svona hluti. Hann hefur bara fundið eitthverja hlédræga stráka í skólanum sínum og misnotað þá.. Hann drap sig um leið og þetta kom á yfirborðið, hann gat bara ekki lifað með því að allir vissu þetta..

Sveinn - 18/01/06 12:23 #

Það sem Jakob Bjarnar gleymir þegar hann ræðir þetta mál, er að Gísli segir sjálfur í bréfinu, að hann hafi ekki getað staðið undir slíkum ámælum sem DV lætur uppi!!

Segir mér það að hann hafi vitað um umrætt blað áður en hann hafi skrifað bréfið, og þar af leiðandi áður en hann hafi svipt sig lífi.

Jónas fyrrv. ritstjóri DV, segir ennfremur í fréttum ríkissjónvarpsins umræddan dag að DV hafi verið með málið í höndunum í yfir mánuð. Það hlýtur allavega að eins lítill bær og Ísafjörður er, að þetta hafi spurst út og hann hafi vitað af því. En þetta eru auðvitað aðeins getgátur!

Ingvar Valgeirs - 18/01/06 12:39 #

Maðurinn minntist á umfjöllun DV í bréfinu sem hann skildi eftir sig.

Hann vissi af því að hann væru forsíðumatur morgundagsins hjá blaðinu. Það eitt getur ært óstöðugan mjög.

Þó svo ekki sé hægt að ganga svo langt að halda fram að DV hafi drepið mann, eins og sumir hafa orðað það, þá er augljóst hverjum sem vill sjá að að einhverju svona hlaut að koma. Þegar myndum af fólki er slegið upp á forsíðu á daglegum basis undir sláandi fyrirsögnum hlýtur það á endanum að slá einhvern út af laginu.

Skari - 18/01/06 12:43 #

Jóna. Þú ert þá með dauðarefsingum. Það er nú æðislegt. 3 af hverjum 4 stelpum misnotaðar á ævinni? Getur ekki verið.

Matti - 18/01/06 12:52 #

Þetta er góður punktur hjá Skara, við grýtum ekki fólk til bana á Íslandi. Ekki einu sinni kynferðisglæpamenn.

Helga M - 18/01/06 12:56 #

Kannski var hann ekki búinn að sjá blaðið.. Það þarf ekkert að vera.. En hann hlítur nú að þekkja til fólks hér og þar á landinu, sem hefur séð blaðið snemma morguns, og hringt í hann til að fá staðfestingar um þetta mál, eða e-ð..

Því það er eiginlega ENGINN sem er að fara að segja mér þða að þetta hafi verið tilviljun.. S.s að hann framdi sjálfsmorð sama dag og blaðið kom út :)

DV FAN - 18/01/06 13:03 #

Afhverju í ósköpunum hefði maðurinn verið að hacka sig inná visi.is eldsnemma um morguninn? Og hefði hann framið sjálfsmorð saklaus? DV Rokkar!

Var það ekki bara lögreglan á Ísafirði sem drap hann því þeir voru að byrja rannsaka málið?

Matti - 18/01/06 13:07 #

Afhverju í ósköpunum hefði maðurinn verið að hacka sig inná visi.is eldsnemma um morguninn?

Eins og ég hef bent á ítrekað þurfti þess ekki þar sem hugsanlegt er að þetta hafi verið komið á forsíðu vísis um nóttina.

Aftur á móti er afar einfalt að tékka á forsíðunni, jafnvel þó ekki sé komin vísun á hana á forsíðu.

Af hverju spyrðu. Tja, t.d. vegna þess að hann átti von á umfjöllun DV. Við höfum náttúrulega ekki hugmynd um hvort hann gerði það, en það er hugsanlegt.

Annars held ég að ég sé búinn að svara flestum hugsanlegum mótbárum ítrekað, bæði í greininni og athugasemdum.

Jón Magnús - 18/01/06 13:07 #

Síðan er gott að taka fram fyrir manneskjur eins og Jónu sem vill taka upp einhverjar KKK aðferðir við að dæma fólk að menn eru ekki sekir fyrr en þeir eru dæmdir sekir.

Því miður fyrir þetta mál þá mun það ekki koma í ljós og því algert rugl að tala um hvort maðurinn sé sekur um einhvern glæp sem hann hefur ekki verið dæmdur fyrir.

Elsa - 18/01/06 13:16 #

Upp úr stendur að það er siðferðislega rangt að birta myndir af mönnum sem hafa verið ásakaðir um ranga hegðun. Nú segi ég bara "hvað ef" (engin fullyrðing þar á bak við): Hvað ef þessum drengjum hefur verið illa við kennara sinn af einni eða annarri ástæðu og ákveðið að kæra hann þessvegna? Gengið bara hreinlega of langt án þess að gera sér grein fyrir umfangi málsins? Hvað um alla þá sem eru ásakaðir en ekki dæmdir, svo kemur í ljós að þeir eru saklausir!?! Ef ég yrði ásökuð um eitthvað, er það þá bara fair enaugh að myndum og grófum ummælum um mig væri dreift um allt land, án þess að ég fengi réttlætingu í mínu máli? Og þaðan í frá talað um mig sem manneskjuna sem var ákærð og var á forsíðum allra blaða á ákveðnum tímapunkti? DV drap engan, sú yfirlýsing er fáránleg, en þetta sorprit hefur gengið of langt fyrir löngu í sínum fréttaflutningi og ég gréti það ekki að þetta blað yrði lagt niður!

Á mann sem er í þannig starfi að mikið var haft samband við hann af fréttablöðum á tímabili og undantekningalaust voru gallar í viðtölunum hjá DV og hreint og beint honum lögð orð í munn!

Karl - 18/01/06 13:30 #

Jóna, 3 af hverjum 4 konum misnotaðar? Við skulum nota, þessa eflaust vel útpældu ,,niðurstöðu" þína á tölum sem eru okkur kannski aðeins nær. Gefum okkur að á Íslandi séu 150.000 konur. 75% af því, eða 3/4, er sirka 85700 konur. Ert þú sem sagt að segja að allar þessar konur hafi verið misnotaðar?

Saklaus er sá uns sekt hans hefur verið sönnuð. Og vafalaust eru skiptar skoðanir á því hvort siðlaust sé að koma með slíkar forsíðufréttir.

En ég er sammála þér Matti.

Gillimann - 18/01/06 13:34 #

Já voðalega ertu skarpur lítill strákur. Eldri maður á Ísafirði sat heima hjá sér og var að finna út urlið til að fá nýju forsíðuna á DV upp á skjáinn hjá sér? Þekkiru einhverja 50-60 til 70 ára menn með svakalega kunnáttu á veraldarvefnum? Ég er ekki að meina kunnáttu að kveikja á tölvunni og ýta á Explorer heldur pæla í urlum og hvar og hvenær næsta forsíða birtist á vísir.is? Þú ert alveg í ruglinu

Djöfuls fordómar eru þetta í þér Magnús. Ég nefni nærtækt dæmi sem ætti að gefa góða mynd af heldra fólki sem kann á tölvur. Afi minn er 74 ára og fer á netið á hverjum degi, skoðar fréttir, kíkir á blogg barnabarna sinna og sendir tölvupósta, og hann er bara ósköp venjulegur eldri karlmaður sem skoðar nýjar græjur af forvitni.

Gillimann - 18/01/06 13:37 #

Hmm, quote tag virkaði ekki þarna hjá mér, fyrstu sjö línurnar eru ekki mínar heldur á þær Magnús Jónsson sem póstaði hér fyrir ofan.

Matti - 18/01/06 13:38 #

Ég lagaði það, setti blockquote í stað quote.

Rúna - 18/01/06 14:24 #

Er hægt að kenna eitthverjum um dauða eitthvers nema ef um morð sé að ræða? Hann tók líf sitt með eigin hendi.. Bara spyr, því ekki veit ég betur en svo sé.

Matti - 18/01/06 14:36 #

Það er alveg ágæt spurning. Ég tel reyndar að henni sé ekki hægt að svara eða nei. Vissulega bera menn ábyrgð á eigin gjörðum en það hlýtur að vera dálítil einföldun að afneita því að í einhverjum tilfellum sé fólki stillt upp við vegg af utanaðkomandi aðila. Ég ætla ekki að fullyrða að svo sé í Þessu DV máli, en almennt talað er ekki hægt að útiloka þann möguleika að fólk beri einhverja ábyrgð á gjörðum annarra í einhverjum tilvikum. Þessa pælingu þarf samt ekki að fara út í hér enda það ekki efni greinarinnar.

Andri Valur - 18/01/06 14:42 #

Þetta er bara nokkuð góð grein. Ég var einmitt búinn að sjá þetta með að hann hefði mjög ólíklega verið búinn að sjá forsíðuna þegar hann lét vaða. Þessar upplýsingar segja okkur að hann gat alveg eins verið búinn að sjá hana. Mér finnst hins vegar leiðinlegt hvað það er mikið af þröngsýnum vitleysingum að tjá sig allstaðar um þetta mál með hinar og þessar rangfærslur. Það kom EKKI fram í bréfunum frá þessum manni að það væri DV frekar en einhverjir aðrir miðlar. Hann skrifaði fjölmiðlar og bróðir hans staðfesti það þegar hann var spurður um þetta.

me - 18/01/06 15:16 #

DV er alltaf að reyna að afsaka þetta mál .komast undan og sleppa því að face the facts þeir bera ábyrgð á því að hafa ýtt manninum í dauðan.

siggi - 18/01/06 15:33 #

ég vil byrja á því að segja það að mér finnst þessi fréttaflutningur ekki til sóma. en það að gera DV ábyrgt fyrir dauða mannsins er náttla fáránlegt. og persónulega finnst mér það frekar benda til sektar en sakleysis.

tb - 18/01/06 15:35 #

Vill bara segja það sem ég veit um þetta mál. Gísli fyrirfór sér ekki fyrr en eftir hádegi. og þetta veit ég fyrirvíst. og hvenær sem blaðið kemur á ísafjörð þá er internet á ísafirði eins og í reykjavík. Sorglegt hversu rugluð þessi pæling er. vantar mjög margt inn í hana.

Hr.PJ - 18/01/06 15:59 #

Mér finnst að fólk ætti að hætta að rífast svona um þetta mál, leifa manninuum að kvíla í friði. Það er truflandi, ef að maður hafði þekkt manninn, að sjá einhverstaðar á netinu eitthvað nýtt á hverjum degi þar sem er enþá verið að róta upp í þessu máli og pæla í hinu og þessu. Sýnið hans nánustu þá virðingu að leifa þeim að hafa þetta útaf fyrir sig.

Matti - 18/01/06 17:03 #

Hér er verið að ræða afar afmarkaðan hluta þessa máls, ekki málið í heild.

Hvort eitthvað er "truflandi" ætla ég ekkert að fullyrða um. En ég fullyrði að tilgangur þessa pistils var alls ekki að raska ró ættingja Gísla.

siggi - 18/01/06 18:53 #

Hvernig væri ef allir hættu bara að tala um þetta? meina þetta er old case, og því líðna því verður bara ekki breytt..

það er bara kjanalegt og barnalegt að halda þessum umræðum áfram.

takk fyrir mig.

Einar - 18/01/06 21:21 #

Af hverju er kjánalegra að ræða þetta en hvað annað?

Ég verð bara að segja að mér hefur fundist athyglisvert að lesa þessar pælingar allarsaman.

Ég verð bara að taka undir með öllum þeim sem minnt hafa á að menn eru saklausir þar til sekt er sönnuð. Það á við um Gísla heitin eins og alla aðra.

Það að segja að hann hafi verið með eitthvað á samviskunni og þess vegna tekið eigin líf er nokkur einföldum á annars flóknari hlut. Þetta er ekki eins og í kvikmyndum þar sem vondi kallinn drepur sig þegar hefur komist upp um hann. Það er ekki nokkur leið að setja sig í spor fólks sem lendir í þessari aðstöðu. Menn geta litið sem svo á að lífi sínu sé lokið þegar blað eins og DV hefur lokið sér af. Menn bregðast misjafnlega við mótlæti og það hefur væntanlega verið mikið álag á manninum þessa síðustu daga hans. Það eitt að vera ásakaður og kærður fyrir eitthvað sem maður er saklaus af er nógu erfitt. Rannsóknir og réttarhöld taka líka mikinn tíma. En að þurfa að þola það að málið fari í umfjöllun fjölmiðla með myndbirtingum getur verið nóg til að saklaus maður gefist upp.

Nú er hins vegar búið að tryggja að hið sanna kemur aldrei í ljós, og dagblaðið sem vill upphefja sannleikan á sinn þátt í því.

ivar - 19/01/06 00:26 #

fólk þarf ekkert að vera að afsaka sig, heldur bara æxla ábyrð á gjörðum símum. mitt álit. og ég vona að' það endursegli álit þjóðarinnar.

Jón Jónsson - 19/01/06 00:36 #

Vildi bara bæta því við þessa umfjöllun að þessi maður var sekur um það sem hann var ásakaður um í þessarri grein í DV, og hef ég 100% heimildir fyrir því...

Þór Sveinsson - 19/01/06 01:29 #

Jón Jónsson! það er gott að þú hefur 100% heimildir fyrir þessu þarsem að lögreglan ætlaði að vísa málinu frá sem orð á móti orði. Lögreglan var búin að gera húsleit hjá manninum og ekkert fannst. Fjöldi fórnarlambar er líka ótrúlega lítill miðað við fjölda drengja sem að hann tók í heimakennslu. Hvað varðar að hann hafi ekki getað komist á netið og séð forsíðu DV þá var hann rithöfundur og hafði unniðvið blaðamennsku, fyrir utan að Dv hringdi í hann áður því meiri ástæða til að finna þetta, en 100% heimildirnar þínar hljóta að slá rannsókn málsins af lögreglunni við.

Margrét - 19/01/06 10:28 #

skiptir máli hvort maðurinn var 50-60 eða 70 ?? hann var kennari er það ekki ?? og er ekki í flestum tilvikum að kennarar verða að kunna á tölvur.. hvað veit maður ?? kannski var þetta síða sem að hann skoðaði daglega? og kannski var hann búinn að ákveða þetta?? það er erfitt að segja og þar sem maður fær engin svör við því, þá er engin tilgangur í því að vellta þessu fyrir sér :)

Matti - 19/01/06 22:25 #

Jæja, þetta er ágætt. Ég nenni ekki að standa í að ritskoða komment. Loka því fyrir nýjar athugasemdir hér með.