Örvitinn

Af hinu og þessu

Ég skrifaði megnið af síðustu færslu í gær en ákvað að bíða með að birta hana þar til ég hafði staðfest ákveðin atriði. Það kom mér ekki mikið á óvart að það kom vísun á hana frá b2. Nú þarf ég semsagt að hafa mig allan við að fara yfir athugasemdir og svara fyrir skoðanir sem ég hef ekki eða hef a.m.k. ekki sett fram. Ég hef ýmsar skoðanir á þessu tiltekna máli.

Horfði á Narníu í gær, eða Jesús og Jólasveinninn eins og hún gæti heitið. Sá hana reyndar ekki í neitt alltof miklum gæðum en þótti myndin samt alveg sæmileg.

Við mér blöstu básar þegar ég mætti í vinnuna áðan. Nokkrir mánuðir síðan þeir voru pantaðir og nú eru loks búið að hólfa mann af. Þetta er ágætt þó frekar þröngt sé eins og er, það á eftir að raða þessu eitthvað.

12:55

Hér eru myndir, fínt að vera með myndavélina í dag.

nýji básinn í vinnunni

annað sjónarhorn á sama bás

dagbók