Örvitinn

"Af hverju ég er ekki kristinn" komin út á íslensku

Það eru góðar fréttir að ritgerð Bertrand Russel Af hverju ég er ekki kristinn sé komin út á íslensku. Hana er meira að segja hægt að nálgast á vefnum á pdf formi.

Ég er þeirrar skoðunar að þessi ritgerð eigi að vera skyldulesning í skólum áður en börn fermast. Ég væri til í að koma höndum yfir nokkra tugi eintaka og dreifa í fermingarstarfi í Seljakirkju. Auk þess er það mitt hógværa mat að prestsefni ættu að þurfa að læra ritgerðina utanbókar áður en þeir útskrifast úr prestaskólanum.

kristni
Athugasemdir

Bragi - 24/01/06 21:22 #

Af hverju ég er ekki Kristinn. Ég heiti Bragi. rimshot

Matti - 25/01/06 08:47 #

Hehe, þessi er eiginlega of ódýr :-)

Hildur Björk - 25/01/06 17:45 #

:) þessi ritgerð er einmitt skyldulesning í áfanganum "Trúarheimspeki" sem allir guðfræðinemar háskólans þurfa að taka á fyrsta ári..þar á meðal ég ;) Bið að heilsa familíunni

Matti - 25/01/06 17:48 #

Það er magnað. En betur má ef duga skal, mér finnst enn að þið ættuð að læra hana utanbókar ;-)

Annars hef ég verið að heyra frásagnir úr tímum í guðfræðideild, menn sem ég þekki hafa verið að laumast inn í stöku tíma, og ég hef ekki mikla trú á því að mikið mark sé tekið á þessari bók í deildinni eftir vitnisburð þeirra :-)

Hjalti - 25/01/06 19:02 #

Vonandi nefna guðfræðinemar þá Bertrnad Russell næst þegar þeir segjast hafa lesið gagnrýni á kristindóminn en ekki Marx og Freud.

Hjalti - 26/01/06 23:03 #

Þrátt fyrir að þessi ritgerð sé örugglega ágæt þá held ég að guðfræðinemar ættu frekar að lesa bókina sem er efst á listanum hjá amazon ef leitað er að "atheism".

Matti - 26/01/06 23:09 #

Þessi bók er frábær, sérstaklega sá hluti hennar sem fjallar um kristið siðferði. En það var varla hægt að ætlast til að guðfræðinemar lesi margar bækur um trúleysi :-) Losing Faith in Faith mætti líka vera á listanum, en hún er kannski dálítið bandarísk. How to think about weird things ætti að mínu mati að vera kennd í öllum framhaldsskólum.