Örvitinn

Skárra í dag

Jæja, ég var duglegri í ræktinni morgun en síðast. Tók vel á því og var kófsveittur þegar ég teygði í lokin. Aftur á móti sleppti ég fótboltanum í gærkvöldi, er dálítið aumur í kálfunum og finnst ég þurfa að hvíla aðeins. Það gengur samt ekki til lengdar.

Sólarhringurinn er kominn í ágætis rútínu, hef farið í bælið rétt rúmlega ellefu og lesið í smá stund síðustu kvöld, er að glugga í Rokland. Horfði á fyrst þátt í nýju 24 seríunni um daginn, er kominn með fimm fyrstu þættina. Þetta er náttúrulega sami frasinn og í fyrri seríum en samt er þetta skemmtilegt. Tólfti þáttur Lost kominn í hús, glápum á hann í kvöld. Sá um daginn að það á að gera a.m.k. sjö seríur af Lost, hvaða rugl er það?

Uppfærði tónlistina í símanum áðan. Þegar maður er bara með 512MB pláss þarf að rótera. Franz Ferdinand og Mars Volta þurftu að víkja, Benni Hemm Hemm, Antony And The Johnsons og Hypnotize með SOD komu í staðin.

HallgrímskirkjaÉg hef (augljóslega) lítið að segja akkúrat núna. Og þó, ég er með lausn á þessu þjóðkirkjukynvillingagiftingamáli. Hafið giftaleyfið í lögunum bara sértækt: "Ásatrúarfélagið, Fríkirkjan í Reyjavík og Hafnfirði (og aðrir sem vilja) mega gifta samkynhneigða , ekki Þjóðkirkjan, hún má það alls ekki, aldrei". Það hlýtur að þagga í fávitum eins og Biskup eða Einari Karl Haraldssyni. Hafa þau hjónin (konan hans Einars skrifaði grein í laugardagsmoggann) annars velt því fyrir sér að samkvæmt æxlunarskilgreiningu hjónabands, sem hún setti fram í grein sinni og hann impraði á í Silfri Egils, mætti hún ekki giftast aftur ef Einar myndi hrökkva uppaf eða koma úr skápnum.

Biskup er magnaður. "Ég hef ekkert á móti samkynhneigðum, finnst bara ekki glæta að þetta lið sé að giftast, hvað þá að fara í tæknifrjóvgun eða að ættleiða barn. Neinei, ég hef ekkert á móti hommum og lessum, svo lengi sem þetta lið er ekki að kyssast eða haldast í hendur fyrir framan mig". Eða eitthvað í þá áttina.

Annars hef ég ekkert að segja.

dagbók
Athugasemdir

Bragi - 26/01/06 14:38 #

Æxlunarskilgreiningin hlýtur líka að falla yfir konur sem ganga í gegnum tíðahvörf. Spurning um menn sem hafa látið binda fyrir sáðrásina á sér.

Matti - 26/01/06 17:28 #

Prestar Þjóðkirkjunnar þurfa eiginlega að bæta þessu í hjúskaparheitin.

Vilt þú með Guðs hjálp vera honum trú, elska hann og virða í hverjum þeim kjörum sem Guð lætur ykkur að höndum bera?
JÁ.
Lofið þið að æxlast, eiga saman barn eða ógilda þennan gjörning annars.
UH, JÁJÁ