Örvitinn

Guð er kominn heim

fowler.jpg Ég er náttúrulega síðastur með fréttirnar. Var búinn að lesa orðróminn og rétt fyrir fimm í daginn sagði ég ýmsum frá því að Guð væri væntanlega að koma til Liverpool. Fór svo að spila tölvuleik með vinnufélögunum og var ekki búinn að spila nema í fimm mínútur þegar Regin hringdi og sagði mér að þetta væri frágengið.

Það er hægt að lesa allt um málið á Liverpool blogginu. Ég var að horfa á viðtalið á official síðunni, djöfull er Fowler ánægður með þetta.

Ég held þetta eigi eftir að koma vel út. Já, ég trúi þvi. Það er bara einn Guð. (hinir eru skrifaðir með vaffi)

Uppfært: Já, mér finnst þetta magnað.

Uppfært aftur: Ég ætla að opna þennan eina Stella sem ég á í ísskápnum í tilefni heimkomu Guðs :-)

boltinn
Athugasemdir

Sævar Helgi Bragason - 27/01/06 20:25 #

Það féllu tár þegar hann var seldur. Í dag féllu gleðitár yfir því að hann væri kominn aftur.

Góður dagur, ekkert smá!