Örvitinn

Andlegt hryðjuverk Jóns Ársæls

Merkilegt að sjá Jón Ársæl fremja andleg hryðjuverk á þjóðinni í þætti sínum í kvöld. Er hægt að gagnrýna fólk fyrir að trúa vitleysu þegar þetta eru upplýsingarnar sem það fær? Ég veit það ekki. Eitt sagði hann þó áhugavert þegar hann lýsti Þórhalli miðli. "Þórhallur virðist búa yfir furðulegri skyggnigáfu". Mikið rétt, þetta er furðuleg skyggnigáfa.

En þetta er víst það sem fólk virðist vilja, láta mata sig á kjaftæði.

efahyggja