Örvitinn

Aðgerð

Aðgerðinni hennar Gyðu var flýtt um einn dag og hún fór því í aðgerð í morgun. Er komin úr aðgerð núna og sefur inni á vöknun. Fer þaðan klukkan eitt aftur yfir á deild, ég get kíkt til hennar þá. Þetta gekk bara vel skv. upplýsingum frá hjúkrunarfræðing á vöknun.

fjölskyldan prívat
Athugasemdir

Sirrý - 30/01/06 14:53 #

Jæja gott að allt gekk vel. Bið að heilsa henni.

Sirrý - 31/01/06 23:47 #

Hvernig heilsan á frúnni ?

Matti - 01/02/06 09:07 #

Hún er þreytt. Búin að koma sér fyrir í sjónvarpsstofunni og er að hvíla sig.

Annars kemur vonandi skýrsla frá henni síðar í dag.

Gyða - 02/02/06 10:54 #

Ég er öll að koma til. Finn að ég styrkist hvern dag sem líður. Má samt ekki gera mikið ennþá en þetta kemur allt saman rólega bara :-) Sit aðalega hérna í sófanum og horfi á sjónvarpið og ligg og sef eða dorma svona þess á milli. Get orðið setið lengur og lengur hvern dag. Fjarlægði stóru plástrana í morgun (mátti gera það eftir 48 tíma svo eiginlega í gær). Svo núna eru bara litlir plástrar yfir fjórum sárum sést í raun voða lítið.