Örvitinn

Blaður

Vekjaraklukkan hringdi ekki í morgun, samt var hún stillt á 08:00 og allt eins og það átti að vera. Þetta er greinilega verkefni sem ég ræð ekki við.

Stelpurnar klæddu sig sjálfar, ég sinnti einungis eftirlitshlutverki. Sinnti því samt ekki betur en svo að þegar á leikskólann var komið sá ég að Kolla hafði ætlað sér að nota bolinn sem pils. Sem betur fer voru buxur á leikskólanum sem ég skellti henni í.

Gyða fær að fara heim klukkan tvö í dag.

Ég á litla grein á Vantrú í dag. Prestur nokkur notast við nútíma þjóðsögðu (urban legend) í pistli sínum í sunnudagsmogganum og reynir um leið að gera Einstein trúaðan.

dagbók