Örvitinn

Skopmyndir af Múhameð

Þessi grein sem Halli vísar á í athugasemd hjá Einari er fróðleg. Þar kemur meðal annars fram að verstu myndirnar, þær sem fóru mest fyrir brjóstið á múslimum, voru alls ekkert í Jótlandspóstinum. Einnig finnst mér ástæða þess að greinin var skrifuð skipta verulegu máli í þessu samhengi.

It all started when Danish author, Kåre Bluitgen, found that he was unable to commission an artist for illustrating his new book about Mohammed. Apparently the artists did not want to suffer the same fate as Salman Rushdie and Theo van Gogh had suffered: Danish Artists Scared of Islam.

Að mínu mati er alltof mikil einföldun að segja að rasismi hafi legið á bak við þessi greinarskrif og myndbirtingarnar.

12:40

Wikipedia er með fróðlega umfjöllun um málið.

16:05

Vésteinn skrifaði grein á Vantrú um málið: Myndbirting Jyllandsposten og öskureiðir múslimar

16:20

Fróðleg (svo ég ofnoti það orð) athugasemd við bloggfærslu Stefáns Pálsson.

pólitík íslam