Örvitinn

Coq au vin

Í pottinum mallar kjúklingur í rauðvíni. Í ofninum bakast kartöflumús með pestó og parmesan. Á eldhúsborðinu stendur rauðvínsflaska og andar um stút.

Jamm, bara rólegt föstudagskvöld í kotinu. Gestgjafinn kom í hús í gær.

20:47
Ég er pakksaddur, þetta heppnaðist afar vel. Eina sem ég set spurningarmerki við er liturinn.

matur
Athugasemdir

Sirrý - 04/02/06 08:45 #

Vildi að ég væri svona dugleg að búa til mat eins og þú. En hvernig er það er engin mynd af kjúklingnum ?

Matti - 04/02/06 10:06 #

Nei, ég klikkaði alveg á myndatökunni í þetta skipti.

Nanna - 04/02/06 12:39 #

Liturinn getur orðið svolítið sérkennilegur, það fer m.a. eftir víninu sem er notað og sjálfsagt einhverju fleiru, ég sá það t.d. á coq au vin sem ég fékk í Búrgund í haust (og er líka mynd af í blaðinu) að þar var sósan eiginlega ekki með neinum rauðvínslit.

Matti - 04/02/06 12:47 #

Sósan var dálítið fjólublá til að byrja með. Reyndar leit kjúklingurinn nokkuð vel út þegar búið var að fiska hann úr sósunni. Síðar um kvöld, kannski klukkutíma eftir matreiðslu, var sósan orðin brúnleit.

Ég veit ekki hvort rauðvínið sem ég keypti passaði vel, það var afar lélegt úrval af frönskum rauðvínum í vínbúðinni í Mjódd.

En þetta bragðaðist vel. Ég er alveg einstaklega hrifinn af kartöflumús með pestó og parmesan, verð að koma því að líka.

Kalli - 06/02/06 19:19 #

Held að það sé traditional að nota búrgúndarvín í svona. Þetta hér fæst líklegast víðast af búrgúndarvínunum (ekki í Mjódd sýnist mér) og er nokkuð decent. Vínin þaðan eru samt aldrei billeg og það er dáldið súrt að sjóða upp úr 1500 króna víni... annars ætti þetta líka að passa vel með matnum.

Annars hef ég aldrei eldað svona en þyrfti að prófa það.