Örvitinn

Þorrablót á Hvammstanga

Ég og Davíð ætlum að bruna á Hvammstanga á eftir (Davíð sagðist sækja mig í hádeginu, það er teygjanlegt hugtak). Eiki bauð okkur og við gistum hjá honum. Hann ætlar að fara með okkur á hestbak í dag og svo er það bara skemmtun í kvöld. Upphaflega ætluðum við fleiri að fara en menn hafa helst úr lestinni á síðustu stundu. Því verðum það bara við tveir, ég og Davíð, sem leggjum í hann. Alveg eins og síðast þegar við fórum fyrir fimm árum.

Ég vona að það verði nóg af lítt skemdum mat í boði, er ekki mikið fyrir súrmeti. En það er náttúrulega aukaatriði, ég tek nægan bjór með.

dagbók