Örvitinn

Þorrablótið

sjórinn við HvammstangaJæja, ég er allur að koma til eftir helgina.

Ég og Davíð brunuðum norður klukkan eitt á laugardag. Vorum komnir á Hvammstanga hálf fjögur. Þar var strax tekið til við að sötra bjór. Kiktum svo í hesthúsið með Eika en fórum ekki á bak, sátum á kaffistofunni og sötruðum meira bjór. Þorrablótið hófst klukkan átta. Félagsheimilið á Hvammstanga var troðfullt, rúmlega þrjúhundruð miðar seldir. Ótrúlegt að hægt sé að koma öllu þessu fólki þarna fyrir. Maturinn var með hefðbundnu sniði. Ég lét súra viðbjóðinn vera en fékk mér dálítið af hangiketi, sviðasultu og svínasultu (eða heitir það grísasulta?) Það þótti mér best.

Um kvöldið voru svo skemmtiatriði sem ég var kannski ekki að skilja mjög vel, enda húmorinn lókal. Maður minglaði bara, hellti í sig helling af bjór og dansaði svo eins og fáviti. Þetta var fín skemmtun.

Ég tók ekki margar myndir en hér eru nokkrar.

dagbók