Örvitinn

DV í gær og dag

Hvaða tilgangi þjónaði það að nafngreina kaupmannahafnarrúnkarann á forsíðu DV í gær? Læra þessir menn ekki neitt? Hverjum er greiði gerður, er þetta hættulegur glæpamaður? Nei, þetta er bara enn eitt dæmið um grimmd þessa fáránlega blaðs.

Á forsíðu DV í dag er verið að auglýsa kraftaverkahjón sem eru víst í beinu sambandi við himnaríki og dunda sér við að lækna fársjúk börn. Kannski reyni ég að glugga í blaðið í dag, ég hef ákveðinn áhuga á kjaftæði, en fjandakornið, ég hélt að DV væri ekki lengur sama sorpið. Ef greinin gengur út á að afsanna fullyrðingar hjónanna biðst ég að sjálfsögðu forláts, en ég á ekki von á því að svo sé.

fjölmiðlar önnur hindurvitni