Örvitinn

Sumarbústaður um helgina

grillsamsetning á pallinumSkelltum okkur í bústaðinn um helgina. Lögðum af stað snemma á föstudag og komum heim rétt fyrir kvöldmat.

Þetta var róleg og góð ferð. Tengdum nýtt sjónvarp og vídeó/dvd á föstudag. Á laugardag skaust ég í Borgarnes og horfði á Liverpool-Wigan. Ferðin hófst reyndar undarlega, þegar ég og Davíð ókum heim frá Hvammstanga síðustu helgi stoppuðum við í ísbúð við hliðina á Bónus í Borgarnesi og fengum okkur mjólkurhristing. Ég sá þá að þar var verið að horfa á enska boltann á tjaldi og ákvað að ég ætti eftir að kíkja við á þessum stað. Mætti svo þangað í gær en þá var búið að loka staðnum! Skellti mér á næsta stað og gat horft á leikinn og étið bensínsstöðvarborgara. Þessi leikur var ekkert sérstakur en sigur náðist þó.

Ég kom við í Húsasmiðjunni og keypti skrúfjárnasett og við settum saman grill sem tengdó voru búin að kaupa. Stelpurnar fengu að aðstoða og skrúfuðu nokkrar skrúfur. Grillsamsetning gekk ágætlega en samt þurfti að bakka, það skiptir nefnilega máli hvernig þessir hlutar snúa og það kemur ekkert sérstaklega vel fram í leiðbeiningunum. Maður þarf bara að reka sig á þetta. Verst að ég set svo sjaldan saman grilli að þessi reynsla á lítið eftir að nýtast mér. Við vorum reyndar ekkert að fara að grilla þessa helgina, í gærkvöldi elduðum við lambakjötsrétt úr nýjasta Gestgjafa, pottrétt með m.a. sætum kartöflum og var hann afar góður. Ég fékk reyndar ógurlega vindverki og lyktaði eins og andskotinn sjálfur í gærkvöldi. Kannski var það bensínsstöðvarborgarinn.

Á föstudagskvöld horfðum við á þrettánda þáttinn í Lost og í gærkvöldi byrjðum við á Brokeback mountain sem því miður stoppaði í miðjum klíðum. Horfðum þá á Munich, Gyða gafst upp í miðri mynd en ég horfði á hana alla og þótti hún bara nokkuð góð.

Kolla vaknaði með æluna í morgun og var heldur slöpp í dag, svaf nokkuð og var orðin góð í kvöld fyrir utan að hún kvartaði töluvert undan munnangri og átti erfitt með að borða útaf því. Ég eldaði eggjaköku í hádeginu, pylsur, kjúklingur og steinselja komu þar við sögu. Ég, Gyða og Inga María kíktum aðeins í pottinn og slökuðum svo vel á áður en við tókum til og héldum heim.

Ég tók með mér einn flöskubjór í bústaðinn, skyldi hann eftir í ískápnum þegar við fórum heim. Við hjónin náðum ekki alveg að að klára rauðvínsflösku í gærkvöldi, ekki af því að rauðvínið var ekki nógu gott, það var synd að hella restinni þegar heim var haldið. Þetta var semsagt stabílt.

Ég setta nokkrar myndir á vefinn.

dagbók