Örvitinn

Kjánahrollur við fréttir NFS

Ég hlustaði á fréttir NFS í útvarpinu kvöld þegar við vorum á heimleið úr bústað. Þegar nýlokið var að kynna fyrstu tölur úr prófkjöri Samfylkingar, þar sem í ljós kom að Dagur B. Eggertsson var sigurvegari með flest atkvæði í fyrsta sæti, náði fréttakona NFS tali af Steinunni Valdísi í beinni útsendingu.

"Steinunn, samkvæmt þessu ert þú sigurvegari"

"Uh, nei...."

Ég fékk svo mikinn kjánahroll að ég var næstum búinn að keyra útaf á Vesturlandsveginum. Ég held að þessi ágæta fréttakona hljóti að hafa skammast sín eitthvað aðeins.

fjölmiðlar
Athugasemdir

Kjartan - 13/02/06 10:13 #

Ég hló mig máttlausan, þegar ég sá þetta. Hins vegar misstirðu af því að fréttamaðurinn af Rúv elti NFS fréttamanninn og stóðu þau 2 að reyna að taka viðtal við Steinunni "sigurvegara".

Matti - 13/02/06 10:55 #

Var þetta í sjónvarpsfréttum RÚV í gærkvöldi? Ég verð að kíkja á það á netinu.

Annars skipti ég á aðra stöð þegar ég var að horfa á fréttir NFS endursýndar í gærkvöldi og þetta atvik kom upp. Ég fékk svo mikinn aulahroll að ég gat ekki horft áfram, pikkaði inn spurninguna orðrétt og skipti svo yfir :-)

- grettir - 13/02/06 11:51 #

Ég var greinilega ekki einn um þetta. Fékk alveg gæsahúð. Mjög vandræðalegt.

Kjartan - 13/02/06 12:31 #

Rúv klippti þetta út í fréttunum hjá sér. tóku annað viðtal við Dag þegar Rúv fór í loftið með fréttirnar

Binni - 13/02/06 16:45 #

Minn kjánahrollur kom ekki fyrr en Stefán Jón sagði: „Ég fékk kannski ekki nógu mikið af atkvæðum en þau atkvæði sem ég fékk voru frábær að gæðum.“

Matti - 14/02/06 10:55 #

Ég hjó eftir því líka þó ég væri enn með kjánakroll útaf hinu atvikinu. Ætli Stefán hafi virkilega ekki verið að grínast?