Örvitinn

Þjónustur fara ekki í gang við ræsingu (freebsd)

Eftir að serverinn fór niður í fyrradag er vesen með ræsingu á honum. Vélin ræsist og virkar en þjónustur fara ekki sjálfkrafa í gang. Ég þarf að keyra apache, mysqld, sendmail og cron (og eflaust fleira) upp sjálfur. Sendmail hefur reyndar ekki verið að virka eftir þetta, póstur safnast upp í röðinni.

Þetta virkaði allt fyrir, scrip eru uppsett og með réttindum í /usr/local/etc/rc.d/ og í /etc/rc.conf er tekið fram að ræsa eigi þessar þjónustur.

Samt er þetta ekki algilt, því sshd fer t.d. upp við ræsingu. Cron er ekki tiltekið í þessum skrám, en hefur hingað til farið sjálfkrafa í gang, ég þurfti að sparka því í gang áðan.

Hvernig á maður að bera sig að við að skoða svona mál og hvað getur hafa farið úrskeiðis? Ættu ekki að vera villumeldingar í einhverjum loggum?

Nú væri gott að fá ráðleggingar frá unix sérfræðingum.

13:15

Ég geri reyndar ráð fyrir að ég viti meira um þessi mál en 99% lesenda. Það eru þessi 1% sem ég er að reyna að ná til :-)

Sé þegar ég skoða /etc/rc.conf að sshd er á undan webmin, apache, sendmail og mysqld í röðinni. Hugsanlega kemur eitthvað upp eftir að sshd er komið af stað. Það er mögulegt að þetta tengist vandræðum með nafnaþjóna sem fóru í rugl í fyrradag en eru víst allir að koma til. Undarlegra þykir mér að cron fari ekki í gang.

Ég ætla að prófa endurræsingu aftur í kvöld.

Þess má geta að sendmail virkar eftir að ég ræsti hann upp með webmin (sem ég ræsti upp fyrst).

tölvuvesen
Athugasemdir

egill - 15/02/06 23:34 #

Tékkaðu hvort það séu einhverjar ".pid" skrár eftir f. þjónusturnar sem varna því að þær fari í gang í ræsingu (aðrar scriptur sem að keyra þjónustur upp við ræsingu en þegar þú ræsir þær handvirkt, spurning hvort að .pid eftirlegukindur eru að valda þessu).

Þetta er svona það fyrsta sem mér dettur í hug. Þjónusturnar fóru auðvitað ekki niður gracefully og því gæti verið að það séu einhverjar process id skrár eftir sem þarf að eyða.

Matti - 16/02/06 08:13 #

Þakka þér fyrir, ég skoða þetta.