Örvitinn

Kvenprestar og giftingar samkynhneigðra

Í umræðunni um kirkjulegar giftingar samkynhneigðra er fróðlegt að líta til baka um rétt rúmlega þrjátíu ár og sjá hvernig þjóðkirkjuprestar færðu rök gegn því að konur fengju að starfa sem prestar.

Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá

En síðustu víglínur guðfræðinga gegn konum voru störf kvenpresta. Það er góð upprifjun að lesa rök guðfræðinga um þetta efni. Árið 1974 eða fyrir um 30 árum eru skrif þeirra eins og að opna dyr að miðöldum. Á þeim tíma gafst biskup upp fyrir almenningsálitnu, en þá höfðu kvenprestar starfað t.d. í 30 ár í Svíþjóð en ekki á Íslandi. Núverandi biskup ætlar kannski að bíða í 30 ár með réttindi samkynhneigðra, reyndar með sömu rökum og predikað var gegn réttindum kvenna.

Pistill gærdagins er einnig áhugaverður, en þar fjallar Steindór J. Erlingsson um samspil trúar og vísinda og niðurstöðu sína í því máli.

Eftir stendur að ég á gagnrýna afstöðu mína til raunvísindanna, sérstaklega líftækninnar, sameiginlega með ýmsum guðfræðingum og þar er því enn mögulegur flötur á samræðu. Ég er hins vegar ekki lengur til viðræðu um guð því hann er ekki til!

kristni