Örvitinn

Sólsetur í Breiðholti

Þegar ég yfirgaf vinnuna var ótrúlega fallegur roði á himni. Ég blótaði því á heimleiðinni að vera ekki með myndavélina með mér. Þegar heim var komið sótti ég myndavélina og rölti með stelpunum til að taka myndir.

Ég missti af sólsetrinu, þetta var eiginlega alveg búið. Þessi mynd er samsett úr þremur myndum. Ég vandaði mig ekkert rosalega mikið við samsetningu eins og sést ef grannt er skoðað. Forgrunnur er tekinn á fjórum sekúndum, stelpurnar voru að labba upp brekkuna og eru því frekar draugalegar á myndinni.

Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu.

sólsetur í Breiðholti

myndir
Athugasemdir

Gummi Jóh - 18/02/06 15:29 #

Flott mynd og það er eiginlega bara plús að hafa draugastelpurnar. Annars væri hún bara týpisk mynd.

Guð blessi Breiðholtið.

Matti - 18/02/06 23:21 #

það er góður punktur, stelpurnar bæta ansi miklu við myndina við nánari skoðun.