Örvitinn

Bilaður spegill

Ég stóð við stóru orðin og rakaði mig í dag. Já, það er ekki lítið sem maður leggur á sig!

Raksturinn gekk samt ansi erfiðlega því spegillinn uppi á baði fór í eitthvað rugl. Þetta gerist af og til, spegillinn lendir á milli tímavídda, maður verður bara að sætta sig við þetta þó það verði mjög hvimleitt við rakstur.

sjálfsmynd, ég að raka mig

Hugmyndin er náttúrulega ekki frumleg, margir hafa gert mjög skemmtilega hluti í þessa veru, t.d. Raggi og Rebba. Ég tók fullt af myndum við raksturinn og ætla að prófa nokkrar samsetningar í viðbót. Fyrir nokkrum mánuðum tók ég þynnkumynd sem byggir á sömu pælingu.

myndir
Athugasemdir

Kristján Atli - 19/02/06 17:32 #

Ég hef oft séð svona myndvinnslu áður, en ég skellti samt uppúr þegar ég sá þessa mynd hjá þér. Það er ákveðinn karakter, ákveðinn húmor, í henni.

Annars er ég alltaf hrifinn af mynd Rene Magritte frá 1937: La Reproduction Interdite. Mætti kannski skora á þig að gera þína útgáfu?

geimVEIRA - 19/02/06 18:25 #

Híhíhíh - fríkí!

Matti - 19/02/06 23:27 #

Kristján, þetta er skemmtileg hugmynd, ég stefni á að prófa eitthvað í þessum dúr.

Hér er önnur mynd í sömu seríu.