Örvitinn

Góð byrjun á degi

Það er alltaf jafn gott að byrja daginn á góðum hægðum. Maður verður léttari og hressari fyrir vikið.

Ég sleppi vinnuinniboltanum í dag. Er reyndar orðinn miklu betri í fótunum en ætla að gefa þeim örlítið meiri hvíld. Talandi um fótbolta, það er heldur betur hressandi deilur um brottrekstur Del Horno á Liverpool blogginu þessa dagana. Þetta minnir mig á ýmsar deilur við trúmenn á Vantrú :-) Talandi um Vantrú, í gær voru það vísindi, í dag gervivísindi.

Ég er annars sammála Jeff Winters og tel að það hafi verið rétt að reka Del Horno útaf, hann ætlaði aldrei að fara í boltann, var bara búinn að fá nóg af að láta Messi fífla sig. Annars skil ég ekki hvernig stendur á því að Del Horno var ennþá inni á vellinum, ef þetta brot, sem átti sér stað fimm mínútum fyrr, er ekki rautt spjald veit ég ekki hvað menn þurfa að gera til að verðskulda brottrekstur - myrða leikmann og svívirða líkið!

Ég hef bara tekið einn kúrs í rökfræði, þegar ég tók fyrsta árið í heimspeki við HÍ, þetta var reyndar tveggja anna kúrs, man ekki hvað hann var margar einingar. Massaði þann kúrs reyndar, þetta efni hentaði mér afar vel, ólíkt t.d. þekkingarfræðinni sem ég massaði alls ekki :-) Í dag væri ég alveg til í að taka kúrs í þekkingarfræði, hef meiri áhuga á efninu í dag en þá. Myndi samt varla tóra í tímum klukkan átta á mánudagsmorgnun eins og í den.

dagbók