Örvitinn

Gestgjafinn í Krónunni en ekki hjá mér

Fyrir mánuði sá ég Gestgjafann við kassann í Krónunni daginn áður en blaðið barst heim.

Ég kom við í Krónunni í kvöld og verslaði í matinn. þar voru komin eintök af nýjasta Gestgjafnum en enn hefur ekkert eintak borist í hús.

Nanna, hvað er að ske, hvar er Gestgjafinn minn? :-)

kvabb
Athugasemdir

Nanna - 01/03/06 20:33 #

Andskotinn sjálfur, þetta átti alls ekki að gerast aftur ...

Það er prentsmiðjan sem sér um útsendingarnar og þeir eiga að vita að blaðið verður að fara til áskrifenda áður en það fer í búðir. Þetta verður athugað í fyrramálið. Síðast fengum við að minnsta kosti þrjár mismunandi skýringar á því af hverju þetta hafði gerst; ég vona að þær verði færri núna.

Matti - 01/03/06 20:41 #

Ég sá einmitt einhversstaðar hjá þér að síðast hefði þetta verið útaf mistökum í prentsmiðju, gerði dauðaleit að þeirri frásögn á blogginu þínu áðan en fann ekki, var þetta kannski á Gestgjafavefnum? Annars er ég ekkert óskaplega stressaður, fannst dálítið skondið að ég skyldi upplifa þetta næstum nákvæmlega eins tvö mánaðarmót í röð - ég er ekki alltaf í Krónunni :-)

Nanna - 02/03/06 09:32 #

Ég er búin að fá það staðfest núna að öll blöðin fóru úr prentsmiðjunni í póstdreifingu á þriðjudaginn eins og til stóð og sumir áskrifendur fengu þau í gær - skýringin hlýtur þá að liggja hjá póstinum. Það er mjög leiðinlegt þegar svona gerist, ég tala nú ekki um tvo mánuði í röð, ekki síst fyrir okkur á ritstjórninni, sem skilum af okkur á réttum tíma. Ég skil vel að sumir séu ekki hressir - ég veit hvað ég verð fúl þegar ég sé bresk matarblöð sem ég kaupi í áskrift í búðum hér 2-3 vikum áður en ég fæ þau.

Matti - 02/03/06 18:44 #

Blaðið barst í dag.