Örvitinn

Baksíða Fréttablaðsins í dag

Væri mjög ósanngjarnt af mér að túlka pistilinn á baksíðu Fréttablaðsins í dag (ath. vísun á .pdf skjal) sem svo að hann geti virkað á suma einstaklinga sem hvatning til að binda enda á líf sitt?

Held að Fréttablaðið ætti að fara að endurskoða þessi mál, nóg er til af fólki sem gjarnan vildi skrifa eitthvað á baksíðuna og er samt ekki snargeggjað.

Ýmislegt
Athugasemdir

Guðmundur D. H. - 02/03/06 14:45 #

Sjálfum fannst mér þessi pistill ganga of langt.

Hins vegar er góður punktur að maður eigi að njóta og vera saman á meðan maður getur.

Matti - 02/03/06 14:47 #

Það er rétt, slík hvatning er alltaf góðra gjalda verð.

-DJ- - 03/03/06 19:30 #

Æi þetta er bara svo illa skrifað. Svona þykjustu auðmýkt í bland við fordóma og hjátrú.

Ekki nema von að sumir haldi enn að hann sé að grínast með þessu öllu saman.

Það er ágætt þegar maður les pistlana hans að láta eins og maður heyri hann lesa þetta, og að hann rétt nái að hemja hláturinn og endi hverja setningu á að skella lítilsháttar upp úr. Verður einhvern veginn þolanlegt þannig.