Örvitinn

Þú átt eitt lítið líf

Þegar við fórum hringinn síðasta sumar spiluðum við Disney lögin oftar en ekki þegar stelpurnar voru farnar að ókyrrast afturí. Ég fékk náttúrulega ógeð á flestum lögunum en ekki lagi dagsins.

Það þurfa ekki öll lög að innihalda helgislepju og nýaldarkjaftæði, það er líka hægt að syngja á jákvæðan hátt um lífið eins og það er.

Lagið er úr kvikmyndinni Pöddulíf (Bugs life] og er eftir Randy Newman, KK flytur íslensku útgáfuna.

Þú átt eitt lítið líf (svo lifðu vel) ~ 3MB

Þú færð aðeins þennan eina séns
að því ég sjálfur tel
þú átt eitt lítið líf
þú átt eitt lítið líf
svo lifðu vel
...
illt er oft úr mörgu að skilja
örlaganna gæfu braut
en þeim sem þora geta og vilja
þeim mun lán og lukka falla í skaut

Svona á að hvetja fólk til að njóta lífsins :-)

lag dagsins