Örvitinn

Beðið eftir strætó

Ég tók strætó í vinnuna í morgun. Ekki get ég sagt að það hafi gengið mjög vel.

S3 var nokkrum mínútum á eftir áætlun sem olli því að ég missti af 17 í Mjódd. Þurfti því að bíða í rúmlega tuttugu mínútur eftir næsta vagni. Ég held ég hafi beðið í um hálftíma í morgun þó vagnarnir gangi annars vegar á tíu mínútna og hinsvegar á tuttugu mínútna fresti. Ferðalagið tók því rétt rúmar fjörtíu mínútur. Ég væri svona fimmtán-tuttugu mínútur að hjóla (ekki að ég nenni því í þessu veðri).

Ef S3 væri á réttum tíma og ég myndi ná 17 í Mjódd væri þetta aftur á móti afar þægilegt ferðalag. Svo ég segi eitthvað jákvætt um strætó :-)

Ýmislegt