Örvitinn

Á að veita börnum trúaruppeldi?

Ég á ekki orð til að lýsa ánægðu minni með þessa grein hennar Eyju. Greinin er frábær.

Á að veita börnum trúaruppeldi?

Þetta segir Salvör vera grundvallarsýn kristinnar kenningar og einnig segir hún að gildismat sem þetta eigi rætur sínar í kristnum hugmyndum. Hér vakna augljósar spurningar: Ef þetta er rétt hjá Salvöru hvers vegna hafa þá hlutir eins og þrælahald, kvennakúgun og lénsveldi viðgengist meðal kristinna þjóða þegar horft er til sögunnar? Hvaðan hlýtur þá Drekkingarhylur nafn sitt og hvað í ósköpunum var vistarbandið ef jöfn virðing fyrir öllum einstaklingum er til grundvallar kristinni trú? Hafði það fólk sem stóð fyrir þeirri kúgun sem hér er nefnd kannski bara ekki réttan skilning á kristninni?

Lesið greinina alla, þeim tíma er vel varið. Umræðan um lifandi trúleysi sem andsvar við hugmyndinni um nauðsyn þess að börn upplifi lifandi trú eru snjöll og vel fram sett.

kristni