Örvitinn

Þannig dagur

Í dag eru tveir diskar á shuffle og repeat hjá mér, Vulgar Display of Power og Far Beyond Driven með Pantera.

Þetta er einfaldlega þannig dagur!

Horfðum á ellefta og tólfta þátt af 24 í gærkvöldi, magnað hvernig þessir þættir ná að halda dampi. Tólfti þáttur var svakalegur, hvílíkur endir!

Sunnudagsmaturinn var hjá okkur. Ég eldaði svínakjötsrétt úr Gestgjafanum (úr bestu uppskriftum síðasta árs), kartöflumús með pestó og parmesan (uppáhaldsmeðlætið mitt) og bakaði hvítlauksbrauð með ferskri basiliku. Það var almenn ánægja með matinn, Ásdís Birta var sérstaklega ánægð með brauðið.

Í mötuneytinu er boðið upp á gufusoðna ýsu með soðnum kartöflum. Ég er ekkert mjög spenntur, ætla að segja pass í þetta skipti.

dagbók