Örvitinn

Óaðfinnanleg vitni

Nú er ég ekki mikill lögspekingur eins og lesendur vita, en mér fannst þetta merkilegt í frétt mbl af dómi héraðsdóms í litla baugsmálinu.

Dómurinn segir að gegn eindreginni neitun ákærðu, því að vitnin, sem beri gegn þeim, geti ekki talist óaðfinnanleg...

Feitletrun er augljóslega mín. Nú spyr ég eins og fávís maður, eru til vitni sem talist geta óaðfinnanleg? Hvar finnur maður svoleiðis fólk?

Jæja, það verður áhugavert að sjá hvað verður um stóra baugsmálið í framhaldi af þessu.

pólitík
Athugasemdir

skúli - 15/03/06 19:04 #

Er þetta ekki frekar dæmi um ó-óaðfinnanlega blaðamennsku? "Óáreiðanlegt" er líklega orðið sem upphaflega stóð í dómnum.

Matti - 15/03/06 19:34 #

Neibb, þetta er tekið beint úr dómnum (pdf skjal)