Örvitinn

Að grafa sér eigin gröf

Það er stundum forvitnilegt að fylgjast með mönnum grafa sér eigin gröf. Meira um það síðar.

leikskólaprestur
Athugasemdir

-DJ- - 20/03/06 21:53 #

Mér finnst að þessi færsla hefði alveg eins átt heima undir liðnum "boltinn". Morri sveiflar skóflunni svo hratt þegar hann tapar að það er nánast eins og hann sé að grafa fjöldagröf. Það er ekki mark takandi á manninum lengur, hann er eins og versti geðsjúklingur.

En já, bíð spenntur eftir framhaldinu engu að síður :)

Bliss - 23/03/06 16:17 #

Humm....datt inn á þessa síðu. Getur nokkuð verið að þú sért haldinn sjúklegri þráhyggju?. Það að eyða fleiri árum í svona kvabb, ja það hringir óneitanlega einhverjum bjöllum. Þú ættir að fá aðstoð við þessu annars þarftu að eignast barn á þriggja ára fresti til að næra þráhyggjuna.

Matti - 23/03/06 17:43 #

Ég verð bara að játa að það er rétt sem Bliss segir, ég er haldinn þráhyggju gagnvart börnum mínum. Jafnvel mætti kalla þá þráhyggju sjúklega, þ.e.a.s. ef maður hefur aldrei átt barn og þekkir ekki þá tilfinningu að vera foreldri.

Matti - 23/03/06 18:55 #

Ég sendi Bliss þennan póst, leyfi henni að njóta nafnleyndar.

sæl XXXXXXXX

Um leið og ég vil þakka þér fyrir athugasemdina á heimasíðu minni vil ég lýsa furðu minni á þessum málflutningi sem þar kemur fram. Lærið þið ekki betur í félagsskapnum sem kennir sig við ungt fólk og æfir sig í ræðumennsku?

Vissulega mætti orða það sem svo að ég hafi "sjúklega þráhyggju" þegar kemur að börnunum mínum. Ég held að það sama eigi við um flesta foreldra, a.m.k. almennilega foreldra. Það stendur ekki til að fjölga í barnahópnum, en ætli ég geti ekki fundið mér ýmislegt til að hafa sjúklega þráhyggju gagnvart í framtíðinni.

Ekki veit ég hvort þú ert svona mikil ofsatrúmanneskja, en finnst þér virkilega óeðlilegt að ég kvarti undan trúboði á leikskóla? Finnst þér það ósanngjörn krafa að ég fari fram á að leikskóli sé hlutlaus í þessum efnum? Nú er það svo að ég er aldeilis ekki einn um þessa skoðun, henni deili ég með mörgum trúmönnum, þar með talið starfsmönnum leikskóla. Fólki sem finnst nægilegt að fara með börnin sín í sunnudagaskóla, en óþarfi að trúboði sé troðið í opinbera leikskóla. Ofsatrúmenn hafa alltaf þann valmöguleika að setja sín börn á kristna einkaleikskóla.

Þakka þér fyrir ábendinguna um að ég ætti að leita mér hjálpar, þú getur kannski mælt með einhverjum sérfræðingi sem getur aðstoðað mig í þessum efnum.

Varðandi þráhyggjuna, þá eru 19 pistlar undir liðnum "leikskólaprestur" á heimasíðunni minni. Sá fyrsti er skrifaður 6. septemer 2002, fyrir þremur og hálfu ári. Þráhyggja mín brýst semsagt út í skrifum á síðu minni um ákveðið á tveggja mánaða fresti að meðaltali. Tja, ég þarf greinilega að bæta við mig til að standa undir þráhyggjustimplinum.

Hafðu það sem allra allra best.

kv.

Matthías Ásgeirsson
http://www.orvitinn.com