Örvitinn

Trúmenn fara á kostum í Afganistan

Þetta eru svosem ekki glænýjar fréttir, flestir hljóta að hafa heyrt af málinu um manninn sem á að taka af lífi fyrir að skipta um trú frá Íslam yfir Kristni.

Mood hardens against Afghan convert

"The Prophet Muhammad has said several times that those who convert from Islam should be killed if they refuse to come back," says Ansarullah Mawlafizada, the trial judge.

"Islam is a religion of peace, tolerance, kindness and integrity. That is why we have told him if he regrets what he did, then we will forgive him,"

En ef hann sér ekki eftir þessu drepum við hann!

Þetta er náttúrulega klikkað, vonandi þarf maður ekki að rökræða það við fólk sem ekki vill móðga múslima. Hvernig ætli það fólk taki annars á svona málum? Það er nefnilega dálítið erfitt að fjalla um það án þess að draga um leið þá augljósu ályktun að Múhameð spámaður hafi verið morðóður brjálæðingur. Jesús var þó bara kolklikkaður heimsendaspámaður ef hann var til (Múhameð hefur það framyfir Jesús að Múhameð var pottþétt til).

En er þetta ekki bara einhver jaðarhópur múslima í Afganistan, öfgafullir brjálæðingar sem halda hófsömum meirihlutanum í gíslingu?

But the bigger problem confronting the president is that an overwhelming number of ordinary Afghans appear to believe Mr Rahman has erred and deserves to be executed.

Nei, ætli það sé ekki best að "setja sig í þeirra spor" og "vera ekki fordómafullur", hver þykjumst við vera að geta dæmt annað fólk. Er ástandið ekki líka okkar sök, fórum við ekki í stríð við þessa þjóð? "Auðvitað mega þeir drepa hann, það er þeirra heilagi trúarréttur" segir afstæðissinnaði heimspekirökfræðisnillingurinn væntanlega - eða hvað - afstæðið er dálítið loðið.

Allir hljóta að fordæma svona kjaftæði, jafnvel þó þeir eigi það á hættu að særa tilfinningar einhverra trúmanna. Þessir trúmenn í Afganistan sem finnst réttlætanlegt að myrða mann fyrir að hafa skipt um trú (og tekið upp aðra trú litlu gáfulegri) eru óskap einfaldlega siðblindir fávitar. Það er ekkert afstætt við það.

Annars eru nýjustu fréttir þær að búið sé að vísa málinu frá og sleppa Rahman. Því er þó ekki lokið ef marka má frétt mbl:

Afganskir klerkar hafa dregið í efa rétt Karzais til að náða Rahman og segja að til uppreisnar kunni að koma ef Karzai skipti sér af málinu.

Þessir klerkar er svo miklar dúllur.

Raoulf, who is a member of the country's main Islamic organization, the Afghan Ulama Council, concurred. "The government is playing games. The people will not be fooled."

"Cut off his head!" he exclaimed, sitting in a courtyard outside Herati Mosque. "We will call on the people to pull him into pieces so there's nothing left."
...
"We are a small country and we welcome the help the outside world is giving us. But please don't interfere in this issue," Nasri said. "We are Muslims and these are our beliefs. This is much more important to us than all the aid the world has given us. (Said Mirhossain Nasri)"

íslam