Örvitinn

Hvað er merkilegt við þessa mynd?

Svona fyrir utan það hvað Jón Magnús er myndarlegur, hvað er merkilegt við þessa mynd?

Jón Magnús

Jú, þetta er ein fyrsta myndin sem ég tek með nýju linsunni minni. Rölti í Fótoval rétt áðan og keypti notaða Nikon 80-200 2.8 ED linsu. Óskaplega er gaman að kaupa sér dót :-)

græjur myndir
Athugasemdir

djagger - 27/03/06 14:31 #

Til hamingju með gripinn.

Verð að viðurkenna að ég hef haft augastað á þessari linsu undanfarið en aldrei fengið mig til að fara inn og kaupa hana. Er ekki það mikill telephoto maður hvort eð er. Gamla 70-210 push/pull dugir mér ennþá.

Gott að vita að hún er í góðum höndum og verður gaman að sjá myndir úr henni.

Hvernig finnst þér svo stærðin? Þarftu ekki að taka þig á í ræktinni til að halda á gripnum?

:)

Matti - 27/03/06 14:35 #

Ég var einmitt að gantast með það áðan að ég þyrfti að fara að taka á í ræktinni svo ég geti haldið linsunni stöðugri. Það var dálítil alvara á bak við það :-)

Bakpokinn þyngist líka nokkuð, töluverður þyngdarmunur á þessari og Sigma 70-300 linsunni sem fær að víkja.

Ég ákvað að kaupa þessa linsu í kjölfar balletsýningarinnar í síðustu viku. Ég saknaði þess ákaflega þá að hafa ekki svona linsu. Hef einmitt haft augastað á þessari í nokkurn tíma en ákvað að kaupa hana núna.

Matti - 27/03/06 14:41 #

Svona lítur linsan út á vélinni.

nikon80-200ED.jpg