Örvitinn

Klámskandall á herrakvöldi KR

Er það virkilega eitthvað til að stressa sig útaf þó nektardansmeyjar hafi verið berar að ofan, eftir að búið var selja af þeim treyjurnar, á herrakvöldi KR.

Jújú, það er hægt að segja að þetta sé hallærislegt. En fjandakornið, ekki er þetta tilefni til fjölda frétta, viðtala við hneykslaða feminista og svo framvegis.

Ef herrakvöldið hefði endað með klámsvalli, hópkynlífi uppi á sviði þar sem formaðurinn og fyrirliðinn hefðu tekið snarpa glímu fyndist mér kannski ástæða til að ræða málið, en þetta eru algerar ekkifréttir.

31.03 12:25

Átelja KR harðlega fyrir strippdans
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur átelur harðlega að Knattspyrnufélag Reykjavíkur hafi keypt til sín skemmtiatriði sem gengur út á hlutgervingu og lítillækkun kvenna.

feminismi klám
Athugasemdir

Guðmundur D. H. - 30/03/06 22:53 #

Æ. Ég hugsaði bara með mér hvort þetta hefði þótt tiltökumál fyrir svona 1-3 árum síðan.

Matti - 31/03/06 10:08 #

Alveg örugglega ekki. Það er furðulega mikill tepruskapur í gangi í þjóðfélaginu um þessar mundir.

Eyja - 31/03/06 10:54 #

Já, það er náttúrlega óttalegur tepruskapur að hafa eitthvað við það að athuga að fólk sé niðurlægt öðrum til skemmtunar.

Matti - 31/03/06 12:33 #

Hver var niðurlægður?

sirrý - 31/03/06 13:03 #

Mér finnst konur sem vinna við þetta sjálfviljugar ekki niðurlægðar við að vinna hafa staðið þarna berar að ofan. En það sem liggur að baki er hversu margar konur eru í þessi starfi af því að þær langar það svo mikið. Held að fáar stelpur hafi á uppvaxtarárum hugsað ég ætla að strippa fyrir karla þegar ég verð stór´nei mér finnst líklegra að einhver neyð hafi ýtt þeim út í þetta starf og þær vinna það nauðugar þrátt fyrir að enginn sé að neyða þær í það.

Matti - 31/03/06 13:06 #

Það er engin spurning að margar konur í þessum bransa vildu heldur vera að gera eitthvað annað. Sumar eru beinlínis neyddar í starfið, kúgaðar af glæpamönnum en aðrar neyðast til þess af félagslegum aðstæðum, hafa ekki aðra leið til að þéna álíka upphæðir.

En þessi seinni partur á vafalítið við ýmisleg önnur störf. Ég gæti trúað því að margir vildu frekar starfa við eitthvað annað hefðu þeir raunverulegt val.

Eyja - 31/03/06 13:43 #

Það er alveg hægt að láta niðurlægja sig sjálfviljug(ur). Hvað er það annað en power trip fyrir karlana að borga konum fyrir að klæða sig úr fyrir framan þá? Ætli virðing fyrir þessum konum sé þeim efst í huga? (Nú koma væntanlega einhver svör á borð við "þetta er vegna einskærs áhuga á lífeðlisfræði" eða "það er vegna þess að kvenlíkaminn (í eintölu, vegna þess að það hafa jú allar konur eins líkama) er svo fahallehegur".

Er líka hið besta mál að skemmta sér við að horfa á fólk sleikja upp skít af gólfinu hjá manni ef maður bara borgar því nógu andskoti vel og það eru félagslegar aðstæður en ekki hreint ofbeldi sem ýtir fólkinu út í að samþykkja það?

Matti - 31/03/06 13:45 #

(Nú koma væntanlega einhver svör á borð við "þetta er vegna einskærs áhuga á lífeðlisfræði" eða "það er vegna þess að kvenlíkaminn (í eintölu, vegna þess að það hafa jú allar konur eins líkama) er svo fahallehegur".

Af hverju ekki að leyfa svona svörum að koma í stað þess að gera fólki upp skoðanir?

Er líka hið besta mál að skemmta sér við að horfa á fólk sleikja upp skít af gólfinu hjá manni ef maður bara borgar því nógu andskoti vel og það eru félagslegar aðstæður en ekki hreint ofbeldi sem ýtir fólkinu út í að samþykkja það?

Ég get samþykkt að það sé niðurlæging fólgin í því að borga fólki fyrir að sleikja upp skít af gólfinu. En væri það niðurlæging ef ég myndi borga einhverjum fyrir að fá að horfa á líkama hans? Væri það ekki frekar upphafning (og þá um leið niðurlæging mín)?

Már - 31/03/06 18:43 #

Nei, Matti, þú skilur ekki, kvenlíkaminn er óbjóður og engri alvöru konu gæti staðið á sama um að á hana sé horft. (Eina mögulega undantekningin er ef að áhorfandinn er blindaður af ást.) Ennfremur hafa konur engan sjálfstæðan vilja þannig að allar vangaveltur um að þær geri þetta af fúsum og frjálsum eru út í hött.

Því segi ég, höggvum einn eða tvo jaðarlimi af þessum dónakörlum, og hjálpum þessum konugreyjum að snáfa aftur í búrkurnar sínar.

...
Æi, stundum er bara svo gaman að vera ómálefnalegur. ;-)

Guðmundur D. H. - 01/04/06 01:15 #

Hvað vitum við um félagslegar aðstæður þessara kvenna? Hvað vitum við um það hvað fær þær, eða rekur þær, til að vinna sem stripparar? Er það ekki sáralítið? Hefur einhver gert athugun á þessu, vitiði það?

Eitt stakt sýnishorn dugar ekki. Ekki tvö heldur.

Eyja - 01/04/06 11:07 #

"Af hverju ekki að leyfa svona svörum að koma í stað þess að gera fólki upp skoðanir?"

Af því bara. Þeir sem ekki hafa þær skoðanir sem ég lýsti gera sér væntanlega lítið fyrir og lýsa sínum raunverulegu skoðunum.

"En væri það niðurlæging ef ég myndi borga einhverjum fyrir að fá að horfa á líkama hans? Væri það ekki frekar upphafning (og þá um leið niðurlæging mín)?"

Í sumum tilfellum þá er það svo, já. Þetta er auðvitað nokkuð sem er ekki hægt að svara nema í samhengi við aðra hluti eins og ríkjandi gildi, viðhorf og tabú í þjóðfélaginu. Í þjóðfélagi þar sem ekkert væri tabú við nekt eða brjóst væru t.d. fáir tilbúnir að borga fyrir að góna á brjóst. Í okkar samfélagi er litið á nekt sem ákveðið tákn um varnarleysi. Tilgangur þess sem horfir skiptir líka máli, t.d. er munur á að borga manneskju fyrir að sitja nakin fyrir sem módel í myndlistarskóla og að hátta sig fyrir framan hóp af drukknum körlum (eða konum, ef út í það er farið). Ef þú telur að það sé eitthvað annað en valda- eða drottnunartilfinning sem umræddir menn fá út úr því að horfa á berbrjósta konur þá þætti mér vænt um ef þú segðir frá því hvað það er.

Már: Ef þetta á að vera einhver lýsing á mínum skoðunum þá er hún afspyrnuléleg. Þetta kemur hvorki heim og saman við það sem ég hef skrifað hér né það sem ég hugsa yfirleitt. En kannski þetta hafi eitthvert skemmtigildi fyrir einhvern. Við skulum bara hafa það á hreinu að ég er ofboðslega ljót, loðin og leiðinleg, hef aldrei verið við karlmann kennd (þar sem enginn vill mig) og þar að auki kynköld með öllu. Má ég samt hafa skoðanir?

Már - 02/04/06 00:30 #

Eyja, nei þetta var ekki meint sem lýsing á þínum skoðunum.

Mig langaði bara að fíflast og vera ómálefnalegur út í loftið. Gríninu fylgdi að sjálfssögðu snefill af alvöru, en því var ekki beint gegn þér.

Eyja - 02/04/06 10:08 #

Nei, ég er ekkert paranoid. Nei, ég er ekkert paranoid. Það bara vill svo til að heimurinn er í samsæri gegn mér.

Már - 02/04/06 12:42 #

Just because you're paranoid doesn't mean THEY aren't out to get you. ;-)