Örvitinn

Ritskoðun

Úff, þetta hefur verið erfiður dagur. Birgir hringdi í mig í morgun, hafði þá fengið bréf frá skrifstofu Þjóðkirkjunnar þar sem okkur er hótað lögsókn útaf rógburði og gvuðlasti sem finna má á Vantrúarvefnum. Við héldum fyrst að þetta væri grín en eftir að hafa haft samband við lögfræðing og skoðað málið með honum er ljóst að svo er ekki.

Við eigum í raun ekki annarra kosta völ en að taka vefinn niður meðan við förum betur yfir málið og fáum á hreint hver réttarstaða okkar er. Ég held það standi ekki steinn yfir steini í þessum hótunum en er ekki beinlínis í þeirri aðstöðu að véfengja þetta. Hvar er eiginlega málfrelsið í þessu landi ef fjársterkir aðilar geta einfaldlega þaggað niður í óþægilegum röddum. Þetta er djöfulsins kjaftæði. Helvítis fasistarnir hjá Þjóðkirkjunni þola augljóslega ekki gagnrýni og ætla sér að kæfa einu almennilegu gagnrýnisröddina sem þeir hafa nokkurn tíma fengið.

Við verðum því miður að loka á vefinn, en hugsanlega verður hægt að komast að samkomulagi í framtíðinni um að halda áfram ef ákveðnar greinar verða teknar niður og við biðjumst afsökunar. Ég veit ekki hvort ég treysti mér til þess. Kannski er bara best að hætta þessu rugli, það er ekki eins og maður uppskeri nokkuð annað en skítkast útaf þessum helvítis vef.

2. apríl 11:48

Þetta er gabb

kristni
Athugasemdir

Jóhannes - 01/04/06 00:04 #

Matthías, ég hvet ykkur eindregið til að fara í hart. Þið eruð nauðsynleg rödd í þjóðfélaginu. Það má ekki gerast að slökkt sé á rödd skynseminnar í þessu þjóðfélagi sem sífellt sekkur dýpra ofan í trúar og kjaftæðispytt.

Jóhannes Guðbrandsson, Keflavík

Sveinbjörn Halldórsson - 01/04/06 00:20 #

Í mínum huga er það skandall ef vef eins og þessum er lokað. Manni dettur helst í hug guðlasts ástæður, en það er algjörlega fráleitt ef það er ástæðan fyrir lokun. Þessi vefur er einn af þeim vandaðri á netinu og það er óvíða hægt að finna jafn marga sem eru á öndverðri skoðun við mann sjálfan.

Happydays - 01/04/06 00:27 #

Get ekki sagt að ég hafi verið sammála þeim boðskap sem var að finna á vantru.is nema etv. gagnrýni á bókstafstrú. En síðan var skemmtileg og fróðleg og eiginlega sjálfsagður hluti af tjáningar- og skoðanafrelsinu. Er sjálfur lögfræðimenntaður og á bágt með að skilja að hægt sé að þvinga fram lokun á síðunni. Tók ekki eftir neinu ólögmætu eða ósiðlegu. Hvet ykkur eindregið til þess kanna réttarstöðu ykkar vandlega að halda áfram með síðuna.

Birgir Baldursson - 01/04/06 00:29 #

Manni dettur helst í hug guðlasts ástæður, en það er algjörlega fráleitt ef það er ástæðan fyrir lokun.

Nei, það eru greinar eins og Hryðjuverkamenn hugans, Prestarusl og Prestur = töfralæknir? sem eru ástæðan, ef ég skil bréfið rétt. Við erum sakaðir um atvinnuróg gegn prestum og niðskrif um biskup og einstaka presta (sbr. „Örn Bárður er lygari“). Ég held að Þjóðkirkjumenn séu ekkert uppnæmir fyrir guðlasti, enda vita þeir að það dugir ekki lengur til að lögsækja menn.

En maður er eyðilagður yfir þessu.

Erna - 01/04/06 00:31 #

Fokk, segi ég nú bara! Hérna, eruð þið að taka síðuna niður bara svona til að vera varkár, eða NEYÐIST þið í alvörunni til þess? Þetta er náttúrulega hneyxli! Fara meðetta í blöðin! Fara í hart! Andskotans helvítis! (Eða eruð þið nokkuð að leika píslarvotta? Neh.. ég bara svona spyr (innan sviga)).

Emil - 01/04/06 00:41 #

Loksins loksins segi ég baraa!! ÉG veit að mikið af fólki er búið að byðja fyrir þessu. Vonandi verðið þið dæmdir í fangels8i,dæmið eigi o g þér munuð eigi dæmdir verða!!

Djákninn - 01/04/06 01:04 #

Þetta er þjóðþrifaverk. Sú kjafta gengur um bæinn að þið hafið verið boðnir til yfirheyrslu næsta þriðjudag. Það er engin eftir sjá vantrúardólgar!

Dvergurinn - 01/04/06 01:06 #

"Vonandi verðið þið dæmdir í fangels8i,dæmið eigi o g þér munuð eigi dæmdir verða!!"

Merkileg mótsögn, ég segi nú ekki annað.

Annars vil ég bara hvetja ykkur til dáða. Ekki láta deigan síga þótt þjóðkirkjan ætli að fara í hart. Mér hefur að vísu á stundum fundist sem Vantúarmenn taki fullsterkt til orða, en það er fáránlegt að ætla ykkur og þeim sem tjá sig á vefnum e-ð lögbrot.

Ég vona samt eiginlega að þið verið kærðir fyrir guðlast, þar sem ég er viss um að slík kæra yrði þjóðkirkjunni aðeins til háðungar.

Gvendur Góði - 01/04/06 01:18 #

Er þetta ekki bara aprílgabb?

Persónulega finnst mér eitthvað voðalega dubious að svona hlutur sé póstaður þegar klukkuna vantar ekki nema 5 mín. í 1. apríl.

Khomeni - 01/04/06 01:18 #

Ekki taka niður vantrú.is. Það væri hrikalegt ef ríkiskirkjan fengi þvi framgegnt. Hvað kemur það einni ríkisstofnun hvað er skrifað á vefsíðu útí bæ?

Þetta er álíka gáfulegt ef að Fiskifélag Íslands lokaði heimasíðu sem fjallaði um fiskveiðar!!

Ekki loka síðunni. Það er uppgjöf. Við þessa dóna þýðir ekkert nema harkan. Ég fullyrði að þeir þora ekki í fjölmiðlaslag við ykkur. Það er einungis til þess fallið að fá þeirra ömurlega málstað í kastljós fjölmiðlanna.

og það þola ekki embættismenn þessarar ríkisstofnunar sem Þjóðkirkjan er.

Þið ágætu trúleysingjar. Ekki gefast upp. Ef þið verðið dæmdir þá hefjum við söfnun fyrir sektinni, það fer af stað samúðarbylja um þjóðfélagið. Þið munið sigra að lokum. Þið munið uppskera með hugdirfskunni en falla á hugleysinu.

Ekki gefast upp..... Ekki gefast upp......

Þið hafið betri málstað og eruð klárari en Þjóðkirkjan. Þið neyðið þá út úr skúmaskotunum með þessari málsókn. Þetta er hliðstætt múhameðsmyndunum í DK.

Þið verði að boða til fundar. Við munum mæta og stilla saman strengi okkar.

Ekki gefast upp......

Ekki gefast upp..

jonfr - 01/04/06 01:20 #

Ég skoða málið eftir sólarhring.

SHIFT-3 - 01/04/06 01:26 #

Já, það er illa farið með ykkur Vantrúarseggi.

Og það á þeim dramatíska degi 1. apríl...

Matti - 01/04/06 01:34 #

Ég vona að þið skiljið að þetta er dálítið erfitt fyrir mig persónulega, ég er ekki alveg að höndla ástandið. Þetta mál getur komið sér dálítið illa fyrir mig þar sem Vantrúarvefurinn hefur verið hýstur á minni vél. Ég þarf því að hafa allt á hreinu áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið.

Khomeni - 01/04/06 01:47 #

Það er stórfrétt að Vantrú sé lokað vegna þrýstings og hótana ríkisstofnuninar Þjóðkirkjunnar.

Þetta er mál sem mun sennilega springa framan í biskup og hans fylgisveina.

Ég ítreka hvatningu mína um að halda þessu máli til streytu og fara í hart við Þjóðkirkjuna. Það mun vera vantrú til mikils sóma því hvernig sem fer mun þjóðkirkjan afhúpa hæpin tilverurétt sinn.

NEMA EF VANTRÚ GERIR EKKI NEITT.....

Nú er lag að hamra járnið. Nú er lag að kljást við biskup og hans kauna. Nú er sannarlega lag.

-Baráttukveðja

Ajatolla Khomeni

SJ - 01/04/06 02:17 #

Ég skil það mjög vel að það geti verið erfitt að verða fyrir svona hótunum, en mér finnst alls ekki að þið ættuð að loka síðunni vegna þeirra.

Ekki gefast upp fyrirfram. Eru hótanirnar ekki bara til þess að hræða ykkur og sjá hvort að þið lokið ekki síðunni án þess að þeir þurfi að höfða mál?

Þjóðkirkjan hefur forðast það eins og heitan eldinn að þurfa að opinbera afstöðu sína í viðkvæmum málum eins og varðandi hjónaband samkynhneigðra. Þess vegna hafa Þjóðkirkjumenn barist gegn því að hjónaband samkynhneigðra verði leyft með lögum, því ef það verður leyft getur kirkjan ekki lengur skýlt sér á bak við lögin heldur verður hún að opinbera íhaldssemi sína.

Mig grunar að það sama eigi við um þetta mál. Þjóðkirkjan á eftir að hika við það að fara í mál og fá á sig neikvæða fjölmiðlaumræðu í sambandi við það. Kirkjunnar menn eiga eftir að hika við það að fá á sig gagnrýni þeirra sem töluðu hvað mest fyrir tjáningarfrelsi varðandi myndirnar af Múhameð. Og þeir sem töluðu hvað mest í því máli geta ekki annað en staðið með ykkur - annars afhjúpa þeir sjálfa sig sem hræsnara.

Fyrir utan það að ég er ekkert viss um að þið mynduð tapa málinu, ef svo ólíklega vildi til að Þjóðkirkjan færi í raun að höfða mál. Ef ykkur er alvara varðandi hugsjónir ykkar, þá látið þið ekki svona hótanir kúga ykkur. Ég myndi alla vega í ykkar sporum tala við mjög góðan lögfræðing sem hefur sérhæft sig á sviði fjölmiðlunar og tjáningarfrelsis áður en ég lokaði síðunni, ef ég væri í ykkar sporum og helst fleiri en einn.

Baráttukveðjur. :)

Andri - 01/04/06 02:21 #

Þið verðir að finna einhvern stað fyrir síðuna, annað er bara rugl. Ekki gefast upp!!! Er ekki hægt að færa hana af þínum server .. einhver sem getur hýst þetta fyrir ykkur?

Snæbjörn - 01/04/06 02:24 #

Ég styð ykkur 100%. Það er ekki það að ég sé sammála ykkur 100%, kannski bara 95% en þetta er hræðilegt.

Segið fjölmiðlum frá þessu. Fáið umfjöllun. Byrjið að safna nöfnum á undirskriftalista.

Andstaða kirkjunnar við hjónabönd samkynhneigðra og ritskoðun á netsíðum er gullið tækifæri til þess að ná góðu höggi á þjóðkirkjuna.

jonr - 01/04/06 02:37 #

Múslimar í danmörku, þjóðkirkjan hér... Verð nú bara að biðja trúað fólk að kæla sig aðeins niður...

séra Sigurbjörn - 01/04/06 02:53 #

Það var kominn tími til og þetta er einmitt rétti dagurinn!

Svo eru ókeypis karamellur á Biskupsstofu á milli 3-5 til að fagna þessu!

Valtyr - 01/04/06 04:07 #

Ég held að það sé vissulega slæmt mál ef að Vantrú verður lokað til frambúðar. Er eitthvað sem ég get gert til að hjálpa, svona sem unnandi málfrelsis?

Djákninn - 01/04/06 04:27 #

Eftir dóminn í máli Bubba Morteins gegn Séð&Heyrt þá geta vantrúardólgarnir lítið gert annað en beðið eftir sínum dómi. Ansi skondið að sjá Matta hopa út í horn og lesa upphrópanir lærisveina hans hérna á vefnum. Þessir drengir hefðu mátt vita betur og núna er komið að því.

Bragi - 01/04/06 06:17 #

Nýlega var hægt að fylgjast með umræðu á síðunni um að ákveðnir einstaklingar vildu kæra Vantrú. Mér fannst möguleikinn svo fjarstæðukenndur að ég hló bara. En nú er sú martröð sem sagt orðin að veruleika.

Ég skil það vel ef þið viljið sleppa við málaferli. Ég hef ekki lent í slíku sjálfur en get ímyndað mér að það sé óskemmtileg lífsreynsla.

Engu að síður hvet ég ykkur til að láta reyna á málið fyrir dómstólum, ég trúi varla öðru en að a.m.k. almenningsálitið falli ykkur í hag.

Mér dettur í hug þrennt sem fólk gæti gert til að sýna aðstandendum vefjarins stuðning:

  • Skrifa greinar í blöðin
  • Skrifa harðorð mótmæli til þjóðkirkjunnar og segja sig um leið úr henni ef það hefur ekki þegar verið gert
  • Hefja einhvers konar söfnun til að standa straum af lögfræðikostnaði og sekt ef til þess kemur. Matti eða Birgir gætu til dæmis gefið upp reikningsnúmer.

  • Vantrú má ekki hætta.

    danskurinn - 01/04/06 08:12 #

    Ég er tilbúinn að taka þátt í lögfræðikostnaði félagsins.

    Sævar Már - 01/04/06 08:59 #

    Ekki gefast upp! Er búinn að skoða þennan vef á hverjum degi í tvö ár, þessi vefur má ekki verða undir!

    Aiwaz - 01/04/06 10:43 #

    Er ég sá eini sem veiti því athygli að það er 1. apríl. Þetta er djók, right?

    Oskar - 01/04/06 13:15 #

    Ég er sammála og er til í að aðstoða með fjárframlagi!

    Guðmundur I. Markússon - 01/04/06 13:29 #

    Er þetta einhversskonar spaug í tilefni dagsins? Amk. fæst ég ekki til að trúa þessu fyrr en á morgun!

    Róbert - 01/04/06 13:45 #

    Já ég bara skill ekki þjóðkirkjuna, þvílíkt og annað eins rugl hef ég ekki heyrt.

    Hvernig getum við verið að fremja guðlast á einhverju sem við trúum ekki á...

    Þetta lið er líks bara svo veikt í trú sinni að það getur ekki þolað að sjá einhver tala ílla um trúnna

    Og eigi þeir sem fylgja þessari trú ekki að fyrirgefa, gætur kirkjan ekki bara sagt "við virðum ykkar skoðanir og vonum að þið lifið vel"? En nei það er ekki leiðinn sem kirkjan fer, þeir ætla að kæra.

    Hefur þetta ekki verið það sem kirkjan gerir alltaf, Verið hrædd við drottinn og kirkjuna ef ekki þá meiðum við þig eða sendum þig til heljar, þar sem að fyrrverandi starfsmaður himna ræður ríkjum.

    Snæbjörn - 01/04/06 13:53 #

    Þið eru assholes, fólk má halda hverju sem er á netinu.. eða er það ekki annars :/

    BirgirHrafn - 01/04/06 13:59 #

    Ég vona svo sannarlega að það sé ekki verið að taka vefinn niður. En nú velti ég mér fyrir því hvaða mánuður/mánaðardagur er í dag ??? hmmm :)

    Sjáum til hvernig málin standa á morgunn.

    Bigginn

    Þórður Ingvarsson - 01/04/06 14:04 #

    Þetta finnst mér fyndið.

    Ingi - 01/04/06 14:11 #

    Maður á nú bara erfitt með að trúa svonalöguðu, mætti kalla það vantrú. Ef pósturinn hefði verið póstaður 1.apríl kl.00:00 þá myndir ég ekki trúa staf ...en þar sem hann var póstaður fimm mínútum áður kl.23:55 31.03.2006 þá verður maður að trúa þessu. Þannig eru reglur dagsins :)

    Guðjón - 01/04/06 14:12 #

    Hvaða dagur er aftur í dag?

    Sigurjón Valur - 01/04/06 14:20 #

    Ég styð vantrúarmenn heilshugar í þessu, og ef þeir gæfu upp reikningsnúmer eða paypal-account, þá myndi ég styðja þá fjárhagslega líka.

    Hrafn - 01/04/06 14:21 #

    1. Apríl....

    ÓS - 01/04/06 14:23 #

    Þið eruð ekki alveg skörpustu hnífarnir í kúnni, gott fólk.

    Flóki - 01/04/06 14:32 #

    Gaman að sjá hérna í comments að nánast allir sem skrifa eithvað á móti vantru.is (hinir trúuðu) eru með nafnaköll og leiðindi... Allt í lagi að þau kalli aðstandendur og lesendur vantru.is dólga er það ekki? Skil ekki svona fólk.

    En þetta er náttúrulega hið versta mál og ég hvet vantrúarmenn til að fara með þetta í hart.

    Pétur - 01/04/06 14:48 #

    Góður 1. apríl djókur!

    Kári Svan Rafnsson - 01/04/06 15:00 #

    Þessir spjéhræddu ömmupresta þeirra lúalega uppgerðarviðkvæmni er ótrúleg. Og hverjir borga lögfræðikostnaðinn !?! Skattgreiðendur. Það er hneyksli að þeir geti aðhafst svona svívirðu með frjálslegri eyðslu á allmanna munum. Og hvað gera þeir fyrir peninginn? Þeir eyða honum í að halda uppi skáldsögum sem sannar. Og þeir eyða honum í að halda uppi starfstétt sem gerir ekkert annað enn að hylla einhverjum hómóerótískum þveng- og krosslafa í bleyju, arabískri afturgöngu og heimsendaspámanni sem ekkert vit er og var í.

    Ef þeir halda að þetta eigi eftir að gera út um okkur, þá held ég nú síður. Þetta á eftir að kalla á sterkari andstöðu. Með þessu hefur þjóðkirkjan sýnt enn og aftur og ennþá skírar hvað hún er: SOFANDI TALÍBANASKRÍMSLI sem er að vakna HÆGT EN STAÐFASTLEGA. Auðvitað fer sníkjudýrið hægt í fyrstu. Það þarf fyrst að deyfa það sem hún blóðmjólkar; íslensku þjóðina. Þessi afætumyglyhleyf myrku miðaldanna er að sýna sitt sanna eðli. Kyrkjan stendur svo sannarlega nakin í nýu fötunum sínum í þetta skiptið !

    Hvað er næst? Endurvakning á íslensku sharíalögunum; stóradóm, eða hvað?

    Vantrú fær allan þann stuðning sem ég get veitt. Þessir klárkar eru að reyna að fresta vitjunartíma sínum eins mikið og þeir geta. En hver getur varið rotnandi hræ til lengdar. Ég segi; Þeir munu falla að lokum því bárattan er sko alls ekki búinn !!!

    Kári Svan Rafnsson - 01/04/06 15:01 #

    Bara það sé "on the recort" þá veit ég að þetta er aprílgabb.

    Borkur Steingrimsson - 01/04/06 15:16 #

    Tja, leitt er ef satt er.

    Þar sem Matti segir okkur frá þessu kl 23:55 þann 31.03 en ekki kl 00:05 þann 01.04 er þetta kannski ekki Apríl gabb..

    Alexander Kristofer GUstafson - 01/04/06 15:19 #

    Jæja þetta verður til þess að ég mun skrá mig úr þjóðkirkjuni þeiri ganglausu skítastofnun

    Sigurjón Friðriksson - 01/04/06 15:26 #

    Þjóðkirkjan má ekki vinna í þessu máli. Þessir menn verða að fara að stíga inn í öld raunsæis og tjáningafrelsis og hætta þessu kjaftæði. Ég mæli eindregið með því að við berjumst gegn þessu óréttlæti, fara með þetta í fjölmiðlana og ekki láta undan. Það mætti halda við værum enþá staddir á 17.öld þegar galdrabrennur voru haldnar reglulega og kúgun kirkjunar var alsráðandi.

    Kirkjan á ekkert erindi með stýra skoðunum fólks og hafa vald yfir lífi okkar, sérstaklega á tímum tjáninga- og skoðanafrelsis, þessu þarf að breyta. Aðstandendur vefsins vantru.is verða ekki einir í þessari baráttu því það eru margir í þessu samfélagi sem munu stiðja við bakið á ykkur.

    Þorsteinn Guðmundsson - 01/04/06 15:29 #

    Hvaða rugl er þetta. Látið þá fara í mál. Ekki gefast upp fyrirfram.

    Jón - 01/04/06 15:56 #

    Aprílgabb?

    Fannar Hjálmarsson - 01/04/06 16:03 #

    Kirkjunnar menn hafa löngum pretikað að þeir boði ást og kærleika. að þeir séu koma einhverju góðu inn í líf okkar. það hafi ekki verið þeim að kenna að menn hafi verið vondir hér áður fyrr á miðöldum og seinna og murkað líftóruna úr fólki, brent það lifandi á báli eða píntað í dýflisum.

    djöfulsins kjaftæði. Prestar og guðsmenn í dag eru nákvæmlega eins og á dögum stóradóms og nornabrenna. þetta er spænski rannsóknarrétturinn að lífga við í gömlum glæðum. Krikjan hefur ALLTAF verið á móti því að fólk verði upplýst. krikjan var á móti því að biblían yrði þýtt á þjóðtungur. því prestarnir áttu að vera þeir einu sem áttu að vita boðskap guðs og "leiðbeina" almúganum.

    Kirkjan hefur alltaf verið á móti þeim sem eru upplýstir eða reyna að gera eitthvað til auðvelda þjáningar meðbræðra sinna eða vilja leyfa þeim að lifa eins og menn en ekki skepnur. Þetta eru rasistar sem eru á móti þeim sem eru öðruvísi en þeir sjálfir.

    Skilnaður ríkis og krikju á að verða sem allra fyrst.

    Mummi - 01/04/06 16:21 #

    Apríl gabb??

    Helgi Hrafn Gunnarsson - 01/04/06 16:45 #

    Ég fer nú reyndar ekki oft inn á þennan vef og veit ekki hvað hann inniheldur, en það er alveg sama hvað það er, berjist til síðasta blóðdropa yfir þessu. Það eitt, að við séum hér að ræða alvarlega möguleikann á því að þið hafið gerst brotlegir fyrir að segja ykkar skoðun (og að finnast einhver vera vangefinn hálfviti "af því bara" ER skoðun), sýnir fram á skort tjáningarfrelsisins á Íslandi.

    Ef það væri raunverulega tjáningarfrelsi á Íslandi, þá myndi maður ekki þurfa að hugsa sig tvisvar um áður en maður lætur flakka. Í frjálsu samfélagi er líka tekið tillit til þess sem manni þykir rangt siðferðislega, trúarlega og raunverulega. Enginn, og allra síst dómstólar, eru hæfir til þess að dæma um réttmæti gagnrýni.

    Þegar maður á ekkert illt skilið, verður maður auðvitað mjög sár þegar vefur er uppi sem lætur sem þannig sé. En þá ver maður sig opinberlega og lætur lesendur ráða. Á Íslandi er hinsvegar einfaldlega þaggað niður í þeim sem enginn virðist GETA tekið niður á málefnalegan hátt.

    Þjóðkirkjan er ekkert yfir það umburðarlyndi hafin, sem vestræn menning státar sér af, að það er ekkert yfirvald sem stjórnar því hvað við lesum og heyrum. Það er enginn sem passar að við getum ekki lesið það sem er rangt...

    ...nema auðvitað... þegar einhverjum með völd finnst það rangt!

    Gunnar - 01/04/06 17:01 #

    Aprílgabb???

    Halldór Berg - 01/04/06 17:12 #

    Nei, ekki hætta! Berjist. Ákveðin stétt manna á ekki að komast upp með að breiða út lyga gagnrýnislaust. Það er fullt af fólki þarna úti sem les síðuna ykkar vegna þess að það er sammála. Og það mun styðja ykkur. Með öfgalausri og skynsamlegri umræðu vinnið þið sjálfkrafa almenningsálitið . Þjóðin er nefnilega sjaldnast of hrifin af því þegar prestar eru eitthvað að ibba sig. Það er eins og hún vilji bara hafa þá til skrauts.

    Helgi Hrafn Gunnarsson - 01/04/06 17:20 #

    "Gaman að sjá hérna í comments að nánast allir sem skrifa eithvað á móti vantru.is (hinir trúuðu) eru með nafnaköll og leiðindi... Allt í lagi að þau kalli aðstandendur og lesendur vantru.is dólga er það ekki? Skil ekki svona fólk."

    Já, og sú ritstjórnarstefna var tekin upp einmitt sérstaklega VEGNA ÞESS að þjóðkirkjan vildi að umræðan væri í barnapössun.

    Sigursteinn - 01/04/06 17:23 #

    1.apríl? (vona það anyway)

    plat - 01/04/06 17:32 #

    1 apríl.....

    Einar - 01/04/06 17:34 #

    Ég styð ykkur heilshugar. Svona lagað á ekki að líðast í nútíma samfélagi.

    Elías - 01/04/06 18:00 #

    Er þetta aprílgabb?

    Ósk - 01/04/06 18:04 #

    ha ha ha er enginn að fatta hvaða dagur er í dag, gott djók

    emma - 01/04/06 18:08 #

    Ríkir ekki trúfrelsi á Íslandi ef svo er ekki, ætti Biskup að skoða þræðina á spjallrás visis Þar sem endalaust er vitnað í hann og hans skoðanir á ákveðnum málum.Og eru sum málin frekar ótrúleg og erfitt að ímynda sér að þau orð komi frá Biskupi. Emma

    emma - 01/04/06 18:16 #

    Ríkir ekki trúfrelsi á Íslandi ef svo er ekki, ætti Biskup að skoða þræðina á spjallrás visis Þar sem endalaust er vitnað í hann og hans skoðanir á ákveðnum málum.Og eru sum málin frekar ótrúleg og erfitt að ímynda sér að þau orð komi frá Biskupi. Emma

    Vala - 01/04/06 18:16 #

    Pls segðu að þetta sé aprílgabb? :/

    Mhm..! - 01/04/06 18:19 #

    Asnalegt.. Mjög asnalegt! Ég skil ekki hvað er að þjóðkirkjunni! Eins og með að banna hjónaband samkynhneigðra.. Ég meina, Þjóðkirkjan verður bara að drullast til að skilja að þóttt fólk sé trúað getur það verið samkynhneigt!! Og eins með þetta, það eru ekki allir trúaðir og ég held nú að þeir ráði hvað þeir gera varðandi það.. Fyrst Þjóðkirkjan má kalla trúleysingja fávita og dólga og ég veit ekki hvað og hvað þá hljótar trúleysingjar mega fara ófögrum orðum um Þjóðkirkjuna!!

    berjist fyrir þessu!

    Ari Marteinsson - 01/04/06 18:43 #

    Ekki hætta baráttunni. Ég styð ykkur, höfum læti!

    Twisted - 01/04/06 18:43 #

    can you say:... "the Icelandic iquisition."

    Bóas Valdórsson - 01/04/06 18:48 #

    Oftast hef ég nú verið ósammála pistlum ykkar. En hefur þó komið fyrir að inn detta gullmolar. Af báðum ástæðum er nauðsynlegt að heyra þennan vinkil á málaflokkinn eða málaflokkana sem til umfjöllunar hafa verið á vantrú. Gagnrýnin umræða er alltaf holl.

    Þið vitið hins vegar mæta vel að fólki hefur oft þótt þið ganga of gróft fram í hvernig þið gangrýnið og svarið gagnrýni. Geri ég ráð fyrir að það sé ástæða lögfræðilegra afskipta. Persónlegar árósir eru nefnilega ekki endilega það sama og gagnrýnin umræða og oftast gagnslitlar.

    Vonandi kemst þó lending í málið á skynsamlegan hátt án þess að þið þurfið að loka sjoppunni. Vonandi læra menn líka eitthvað um hvernig skynsamlegt sé að fjalla um viðkvæm mál á opinberum vetvangi.

    Smári McCarthy - 01/04/06 19:39 #

    Það að þeir skuli hóta lögsóknum bendir til þess að þeir hafi miklar áhyggjur yfir því hvað þið eruð að ná langt í baráttu ykkar. Nú er tíminn til þess að standa og berjast - við sem viljum ekki taka þátt í þessum vanvitahætti verðum að berjast fyrir því að málfrelsi verði ekki heft á grundvelli trúar.

    Ég styð ykkur - upp með vefinn á ný, en gætið þess að beina ekki skítkasti gegn nefndum aðilum; uppbyggilegt niðurrif er eitthvað sem Kirkjan getur ekki stöðvað, sama hversu marga lögfræðinga þeir geta fleygt í ykkur.

    Magnús Torfi Magnússon - 01/04/06 19:43 #

    Ég hef ekki orðið jafn reiður yfir stöðu mála hér á landi í langann tíma og samt finnst mér óréttlætið nóg fyrir. Ég styð ykkur heilshugar í þessu og mæli með að þetta verði ekki þaggað niður heldur að þjóðinni verði sýnt hverskonar apparat þessi snýkill sem kallast þjóðkirkjan er. Höfum hátt og verum með læti!!!

    Pétur Níelsson - 01/04/06 20:04 #

    Ég hef ekki séð vefinn sjálfur. Ég frétti einungis af honum út af þessu máli. En ég stýð sjálfstæða hugsunn og mér datt í hug mögulega lausn ef réttarkerfið er eins ömurlegt og þjóðkirkunn. Ég bý í noregi og þekki fólk sem mögulega væri til í hafa síðuna uppi hjá sér. Er þetta leið að ganga framhjá lögum?

    Örn - 01/04/06 20:36 #

    Er engan hér nema mig sem grunar að um aprílgabb sé að ræða?

    Sigurbjörn - 01/04/06 21:10 #

    "31.03.2006 23:55"

    fyrsti apríl ?

    Erna - 01/04/06 21:12 #

    Þetta hljómar bara eins og hið mesta aprílgabb eftir því sem ég hugsa meira um þetta...

    skúli - 01/04/06 21:19 #

    Það er spurning hvort þið verðið ekki að halda baráttufund um þetta kl. 23:59 í kvöld? Hvað segið þið um Austurvöll? Eða Þingvelli! ;>)

    lalli - 01/04/06 21:39 #

    LOL, þetta er besta aprílgabbið í dag. Tek að ofan fyrir ritstjórn vantrúar fyrir góðan djók. :}

    Guðmundur Páll - 01/04/06 22:12 #

    Æ sjitt, ég sem hélt að þetta væri aprílgabb. Ef þetta hefði verið birt 5 min seinna héldi ég það enn.

    Kontri - 01/04/06 22:14 #

    Alltaf hressandi að fá gott aprílgabb.

    - grettir - 01/04/06 22:15 #

    Ég tek öllu með varúð í dag, 1. apríl. Lét eitt sinn móðann mása í svipaðri umræðu og hér er í gangi og svo var allt í plati.

    En ljótt ef satt er.

    SJ - 01/04/06 23:26 #

    Er þetta aprílgabb hjá ykkur?

    Sveinbjörn Halldórsson - 01/04/06 23:28 #

    Það er ansi hart ef það sannast eina ferðina enn að máttleysi kirkjunnar sé eina hindrunin fyrir þurrum hálmi brennana.

    Matti - 01/04/06 23:34 #

    Jæja, ég þarf að fara að koma mér í bælið. Þetta er gabb. Vissulega dálítið svindl gætu sumir sagt þar sem færslan er dagsett 31.03, en staðreyndin er sú að hún fór ekki í loftið fyrr en eftir miðnætti. Dagsetningin er semsagt hluti af gabbinu.

    Já, þetta er ljótt og ég skammast mín mikið :-P Grínlaust, mér finnst mjög óþægilegt þegar fólk lætur blekkjast og bið alla sem hlupu 1. apríl afsökunar um leið og ég þakka stuðninginn.

    Meira um málið á Vantrú á miðnætti. Nóg að gera hjá mér, er að fara að ferma á morgun (spáið í kaldhæðninni í því) .-)

    Sveinbjörn Halldórsson - 01/04/06 23:40 #

    Auðvitað aprílgabb!! Afhverju datt mér það ekki í hug. Sniðugt hjá ykkur, en undirtónninn er engu að síður alvarlegri en svo að þetta sé gamanmál.

    skúli - 01/04/06 23:47 #

    Það er hálf aumingjalegt af mér að ljóstra upp um ykkur - en ég beið þó næstum því til miðnættis. :>)

    Matti - 01/04/06 23:54 #

    Ég hleypti þínu kommenti viljandi í gegn. Eins og þú sérð ef þú lest yfir athugasemdir höfðu ansi margir þann grun að hér væri um gabb að ræða :-)

    Ritskoðun athugasemda var náttúrulega nauðsynlegur hluti gabbsins. Mér fannst gaman hve margir voru hneykslaðir á að enginn hefði bent á að í dag væri 1. apríl :-)

    Það var semsagt fyrirsláttur að verið væri að níða skóinn af trúmönnum í athugasemdum og því nauðsynlegt að ritskoða þær, það voru bölvaðir efahyggjumennirnir sem þurfti að stöðva :-P

    Halldór E. - 01/04/06 23:57 #

    Til hamingju með frábært grín og gangi ykkur öllum vel á morgun. Mundu Matti að góð veisla er alltaf góð veisla burt séð frá hvert tilefnið er.

    skúli - 02/04/06 00:01 #

    Ég hélt kannske að ég hefði sloppið í gegnum efahyggjusíuna því þig hefði vart grunað mig um að vera af því sauðahúsi..! ;>)

    Óli Gneisti - 02/04/06 00:08 #

    Já, og Vantrúarseggir eiga allavega slatta af þessum skítakommentum hér að ofan þar sem við þykjumst vera trúmenn.

    Matti - 02/04/06 00:12 #

    Nah Skúli, samviskan var að plaga mig, mér fannst svo óþægilegt að horfa á fólk falla fyrir þessu þannig að ég ákvað að hleypa þínu í gegn. Auk þess nefndir þú ekki lykilorðin "fyrsti apríl" :-)

    Ég geri að sjálfsögðu ekki mikið úr því þó mér hugnist ekki tilefni veislunnar á morgun. Mun taka fullt af myndum og mingla og reyna að gera daginn sem bestan fyrir fermingarbarnið.

    Rétt að ítreka það sem Óli segir, sum kommentin eru líka plat, en lítill hluti þeirra. Upphaflega var hugmyndin að gera undirskrifalista en okkur þótti það of augljóst. Ákváðum því bara að koma af stað kommentum. Ég held það sé enginn Jóhannes Guðbrandsson og alveg örugglega ekki í Keflavík :-)

    Frelsarinn - 02/04/06 01:20 #

    Ég viðurkenni að ég var djákninn :) Meiri segja féll Birgir vinur okkar fyrir því. Hann ætlaði fara að skamma góðan dreng sem er djákni. En sem betur fer spurði hann okkur á spjallinu á Vantrú áður en hann lagði af stað í þá för :)

    Elías - 02/04/06 02:34 #

    No one expects the Icelandic Inquisition!

    Halldór E. - 02/04/06 03:10 #

    Ég verð að viðurkenna að mér þótti óþægilegt að vita til þess að einhver notaði Djákninn hér á ummælunum. En Birgir, Matti og fleiri vita vel að það alias notaði ég á strikinu á sínum tíma, enda djákni.

    Mér finnst að Frelsarinn eigi að skammast sín. :-)

    Frelsarinn - 02/04/06 13:20 #

    Ég biðst afsökunar Halldór, en það var einhver 1 apríl púki í mér :)