Örvitinn

Hundrað og fimmtíu kjúklingalundir

kjúklingalundirÉg er að elda kjúklingaspjót, hundrað og fimmtíu kjúklingalundir sem búið er að þræða upp á pinna og marinera í tikka masala sósu. Gyða er að skreyta salinn, stelpurnar eru í pössun hjá afa sínum.

Á myndinni er á að giska einn fimmti af spjótunum kominn úr ofni.

Nóg að gera.

matur
Athugasemdir

Gulla - 01/04/06 17:13 #

Á að fara að ferma eða...? Þetta lítur mjög girnilega út og virkar einfalt. Ég er nefnilega að leita mér að hugmyndum fyrir fermingarveislu seinna í mánuðinum :) Endilega segðu okkur meira frá þessu!

Matti - 01/04/06 17:18 #

Ferming á morgun :-O

Þetta er afar einfalt, sá þetta fyrst gert í jólahlaðborði vinnunnar. Kaupir bara pinna og kjúklingalundir. Þræðir lundirnar á pinnana, hellir svo sósu yfir. Í þessu tilviki erum við með tikka masala sósu. Lætur kjúklinginn liggja í sósunni í smá tíma. Gyða og mamma hennar sáu um handavinnuna í gær og þetta er því búið að marinerast í sólarhring. Ég er svo með ofninn í 150°, og elda þetta í nokkrum umferðum. Raða pinnunum í ofnskúffu og passa mig að snúa þeim eftir svona 5-10 mínútur. Þeir þurfa alls ekki langan tíma, verða þurrir ef maður eldar þá of lengi.

Svo er ég að spá í að hita þetta örstutt á morgun og hafa kannski smá sósu með. Mun jafnvel hella ólívu olíu yfir bitana og krydda með salti og pipar.

Mæli með nýjasta Gestgjafanum, þar eru nokkrar sniðugar hugmyndir fyrir fermingarboðið, ég hefði jafnvel notað eina eða tvær ef fyrirvarinn væri meiri. Þar er t.d. mjög einföld hugmynd að kjúklingarétti, þar sem kjúklingabitar eru þræddir á tannstöngla.

Gulla - 02/04/06 10:44 #

Takk fyrir uppskriftina og góð ráð, ég hlakka svo til að sjá myndirnar frá fermingardeginum, ég veit þú bregst ekki frekar en fyrri daginn ;) By the way, aprílgabbið á Vantrú var alveg snilld! Gaf tilefni til heitra umræðna hér á heimilinu fyrri hluta dags... svo loksins rann upp ljós fyrir Daníel þegar honum varð litið á dagatalið..hehe!

Kiddi og Hildur - 02/04/06 23:32 #

Til hamingju með fermingardaginn

Við vorum að ferma Hilmar Frey í dag þannig að við erum í sömu sporum.

Hildur og Kiddi (úr Verzló)

Matti - 03/04/06 00:03 #

Til hamingju sömuleiðis krakkar. Magnað hvað tíminn líður :-)