Örvitinn

Leikskólapresturinn Bolli Pétur Bollason í allri sinni dýrð

Dömur mínar og herrar, ég færi ykkur leikskólaprestinn, já þetta er Séra Bolli Pétur Bollason, presturinn sem heimsækir leikskóla dætra minna og kennir þeim að fara með bænir.

séra Bolli Pétur Bollason

"Leyfið börnunum að koma til mín því þau eru trúgjörn og ég á auðvelt með að segja ósatt"


leikskólaprestur
Athugasemdir

Óli Gneisti - 05/04/06 13:01 #

Þetta er einmitt einsog grímubúningurinn minn frá því á Öskudaginn... minn var reyndar brúnn með hettu en beisiklí það sama.

Davíð - 05/04/06 13:01 #

Hann semsagt á að hafa sagt það sem stendur undir myndinni?

Matti - 05/04/06 13:04 #

Nei, þetta er alfarið minn texti en þetta er mín túlkun á því sem hann gerir. Og trúðu mér, sú túlkun er ekki langsótt.

mummi - 06/04/06 09:06 #

Þetta er gullfallegur atvinnusamfestingur sem hann er í. Hvernig væri að við tölvunarfræðingar færum að forrita í einhverjum svona hempum, þá fyrst færi fólk að líta upp til okkar.

Hver veit, eftir nokkur hundruð ár myndi þetta jafnvel þykja flott?

Arnold - 23/09/06 19:22 #

Þetta er assgoti vandað snæri um hann miðjan

Anna Arnardóttir - 20/02/07 13:01 #

Ég átti sjálf dætur á leikskóla í Seljahverfi þar sem Bolli kom reglulega og var mjög ánægð að fá hann. Ég skrifaði undir blað þess eðlis að ég væri samþykk því að börnin mín hittu hann og heyrðu hvað hann vildi segja þeim. Ef þú vilt ekki að börnin þín hlusti á hann hvers vegna skrifaðir þú þá undir blaðið?

En hvar vilt þú draga mörkin? Má segja börnunum þinum jólasöguna í leikskólanum? Mega börnin þín fara á jólaballið? Má tala um hvers vegna við höldum páska?

Það vill svo til að flest börn í okkar þjóðfélagi eru skírð til kristinnar trúar og með þeirri skírn skrifar presturinn, foreldrarnir, skírnarvottar og söfnuðurinn allur upp á það að veita barninu kristilegt trúarlegt uppeldi. Þetta er bara einn góður liður í þeirri skírnarfræðslu sem börnin eiga rétt á. Það er enginn skildugur til að taka þátt í þessum stundum og það eru alltaf einhver börn sem ekki taka þátt en það er undir foreldrunum komið.

Dætur mínar eru hins vegar yfir sig hrifnar af Bolla Pétri og hann er í þeirra augum einhver sá frábærasti kall í heiminum og stundirnar með honum voru með þeim skemmtilegustu í leikskólanum.

Kveðja Anna

Matti - 20/02/07 13:04 #

Ef þú vilt ekki að börnin þín hlusti á hann hvers vegna skrifaðir þú þá undir blaðið?

Ég gerði það ekki. Lestu færslurnar í þessum flokki i réttri tímaröð. Hér er lykilfærslan. Svo ég vitni í sjálfan mig:

Ég veit ekki hvort margir gera sé grein fyrir hve erfið þessi ákvörðun er, en ég get ekki látið stelpurnar mínar líða fyrir skoðanir mínar. Það er ótækt að þær séu dregnar úr hópnum í svona starfi, látnar leika sér afsíðis.

Það er óttaleg leti að tjá sig um þetta mál en þess að kynna þér mína skoðun. Eiginlega bara bölvaður dónaskapur.

Dætur mínar eru hins vegar yfir sig hrifnar af Bolla Pétri og hann er í þeirra augum einhver sá frábærasti kall í heiminum og stundirnar með honum voru með þeim skemmtilegustu í leikskólanum.

Flott hjá ykkur, það er þinn réttur að ala dætur þínar upp í hindurvitnum. En það er ekki þinn réttur að það kristniboð fari fram í leikskólana barna minna Ekki frekar en það að sé minn réttur að boða trúleysi í leikskólum og grunnskólum. Mér finnst hugmyndin satt að segja gjörsamlega siðlaus.

Farið í sunnudagaskóla.

Sebastian - 11/04/07 12:09 #

ritskoðun í gangi sé ég, það er fínt að vita að menn geti kallað aðra menn fífl útum allar trissur en þola síðan ekki sjálfir að fá smá athugasemd á sjálfan sig...er það sona sem þið vantrúarmenn vinnið! til hamingju....FÍFL!

kv.Sebastian Storgaard

Matti - 11/04/07 12:56 #

Hvaða ritskoðun ertu að tala um? Þetta er óskiljanleg athugasemd.