Örvitinn

Risvandamálaauglýsing

ristruflanirÍ sjónvarpsauglýsingu nokkurri standa karlmenn og glotta eins og fábjánar, lífið leikur við þá.

Í lokin kemur í ljós að verið er að augýsa lausn á risvanda, þ.e.a.s. þessir menn hafa fengið aðstoð við að ná og viðhalda standpínu.

Ég var búinn að sjá auglýsinguna nokkrum sinnum og hélt, þar til í kvöld, að verið væri að fjalla um ristilvandamál, fannst einhvernvegin miklu skiljanlegra að karlarnir stæðu og nytu þess að vera loks lausir við stöðugan sársauka í ristli eða endaþarmi. Fannst svipurinn einhvernvegin segja, "ég er búinn að vera með harðlífi í þrjú ár en loks eru hægðirnar í lagi"

Neinei, þá eru þeir bara búnir að fá að ríða.

Ýmislegt