Örvitinn

Fótbolti, pool og Vantrúarhittingur

Ég fór í fótbolta með vinnunni í dag eftir dálitla pásu. Kálfarnir stóðust álagið en létu alveg vita af sér nokkrum sinnum, við spiluðum á litlum velli þannig að það var lítið um langa spretti - enda hefði ég eflaust ekki drifið yfir stóra völlinn. Rosalega gott að komast örlítið í fótbolta.

Er að fara í pool með vinnunni klukkan fimm, eitthvað verður þar drukkið af bjór en ég þarf að yfirgefa samkvæmið snemma því Vantrúarhópurinn ætlar að hittast klukkan sjö, snæða saman, skrafa um ýmislegt skemmtilegt og hella smá bjór í kverkarnar (þeir sem eru fyrir það) .

Það má því gera ráð fyrir að ég verði ölvaður í kvöld, annað eins hefur svosem gerst. Merkilegt samt að alltaf þurfi allt að gerast í einu, ekki eins og maður sé að velja úr samkvæmum um hverja helgi :-)

dagbók