Örvitinn

Athugasemdir á trú.is

Ég skrifaði tvær athugasemdir á trú.is fyrr í dag og bíð eftir að þær fari í loftið (við þessa og þessa færslu). Allar athugasemdir á trú.is eru ritskoðaðar, ekkert fer á vefinn fyrr en Árni er búinn að samþykkja það (ég geri ráð fyrir að þetta sé á hans könnu).

Ég ætla svosem ekki að setja út á það, þetta er ein lausn á þeim vanda að reka svona vefsíðu. Ég hef kosið að fjarlægja athugasemdir eftirá á Vantrú ef þær eru ekki viðeigandi (t.d. skítkast eða komment frá sjúkraliðanum undir fölsku nafni). Notaði þó þessa aðferð í aprílgabbi um daginn.

En sá galli er á útfærslu trúmannanna að engin skilaboð eru um að athugasemd hafi verið móttekin þegar maður sendir hana inn. Maður er einfaldlega sendur aftur á síðuna án þess að nokkuð bendi til að það hafi heppnast að senda inn athugasemdina. Þetta er afar bagalegt að mínu mati, ef menn ætla að nota þessa aðferð þurfa þeir að vera duglegir við að samþykkja athugasemdir svo ekki líði margir tímar þar til þær fara á vefinn.

Legg ég því til að trú.is bæti kerfi sitt þannig að notendur fái skilaboð um að athugasemd hafi verið móttekin og bíði þess nú að menn drottins blessi hana áður en hún fer á vefinn, einnig að þeir reyni að flýta ferlinu svo ekki líði margir tímar áður en athugasemd er blessuð.

Annars skil ég ekki alveg við hvað þeir eru svona hræddir, mín reynsla er sú að afar lítið hlutfall athugasemda orki tvímælis - er þetta ekki bara þessi dæmigerða þjóðkirkjuviðkvæmni, að passa allir tipli á tánum í kringum greyið prestana?

vefmál
Athugasemdir

Hjalti - 09/04/06 18:46 #

Ég er búinn að koma með athugasemd við þessa grein og hjá mér kemur hún inn með yfirskriftinni:

.5. Hjalti Rúnar Ómarsson skrifar: Athugasemdin hefur verið send ritstjóra til yfirferðar. 9. 4. 2006 kl. 7.08 [síðan kemur innleggið]

Ég býst við því að ég sjá hana bara, en svona veit ég amk að hún er kominn inn.

Matti - 09/04/06 20:21 #

Tja, ég sé ekkert og setti þó athugasemd við sömu grein.

Árni Svanur - 10/04/06 08:26 #

Takk fyrir athugasemdir og ábendingar.

Ég átta mig ekki á því hvers vegna þetta birtist ekki rétt hjá þér Matti, ég prófaði að skrá mig út úr kerfinu og skrifa ummæli og það kemur út eins og það á að gera: Athugasemdin hefur verið send til yfirferðar.

Matti - 10/04/06 10:52 #

Ég man eftir að hafa séð svona tilkynningu þegar ég sendi inn athugasemd við spurningu, en eins og ég sagði, þá fékk ég enga tilkynningu um móttöku í þessi síðustu skipti.

Matti - 10/04/06 12:01 #

En einn helsti ókosturinn við þetta, sem ég minntist ekki á hér fyrir ofan, er að þetta veldur því að líklegt er að margar svipaðar athugasemdir séu sendar inn, eins og t.d. í þessu tilviki þar sem ég og Hjalti spyrjum báðir sömu spurningarinnar.

Hjalti - 25/04/06 13:47 #

Já, svo sést líka núna hversu seinvirkt þetta er, svör frá Bjarna og Sigga Ægis hafa enn ekki komist inn ;)