Örvitinn

Slöpp útfærsla á vefkönnun Félagsvísindastofnunar

Ég var að enda við að fylla út könnun frá Félagsvísindastofnun um neysluvenjur og viðhorf til endurvinnslu. Það væri ekki frásögum færandi ef vefmiðmótið sem boðið er upp á væri ekki í rugli.

Vefhlutin könnunarinnar er vistaður hjá dönsku fyrirtæki psn.surveyreply.dk en þeir virðast ekki vera með íslenska stafi alveg á hreinu, a.m.k. voru þeir í rugli á flestum formum í Firefox vafranum mínum sem segir að stafasettið sem valið er sé Western IBM 850 enda er það tiltekið í haus síðna [<meta http-equiv="Content-Type" content="text/html; charset=850">]. Ef ég bendi vafranum á að nota iso-8859-1 virkar þetta eins og skyldi.

Ég skoðaði html-ið á síðunum og það er ekki sérlega fagurt, síður byrja á </HTML>!, svo er <html> tag opnað (með litlum stöfum) og að lokum er </HTML> tagi lokað. Æi, þetta er ósköp sóðalegt.

Hvað um það, ég hvet Félagsvísindastofnun til að kippa þessu í lag, það er ekkert óskaplega flókið að láta vefforrit skila réttum upplýsingum um stafasett með síðunni og koma þannig í veg fyrir svona rugl. Þetta kemur svo illa fyrir stofnunina, virkar afskaplega ófaglegt. Mæli með því að þeir skipti við íslenskt fyrirtæki, móttaka gagna fyrir kannanir er ekki flókið vandamál og vafalaust margir íslenskir aðilar sem geta tekið þetta að sér.

vefmál