Örvitinn

Afmæli og svoleiðis

Dóra Sóldís tíu áraFórum í afmælisboð til Dóru Sóldísar í gærkvöldi, hún er tíu ára í dag. Ég tók fáeinar myndir, þar með talið kisumynd

Sökum afmælisboðsins fóru stelpurnar seint að sofa og við því frekar seint á fætur í morgun. Reyndar gengur þessi afsökun ekki alveg upp þar sem stelpurnar voru báðar komnar á fætur á undan mér en kennum þeim samt um, þær geta ekki svarað fyrir sig hér.

Eftir að hafa skutlað stelpunum í leikskólann fór ég með bílinn í skoðun og fékk 07 miða. Reyndar þarf að gera við bremsur að aftan, það munar um 60% á bremsunum að aftan og handbremsu, sem er áhugavert því ég var með bílinn í tékki hjá Bílheimum í síðustu viku. Ég hef ekki bloggað um það en ég er ekki ánægður með þjónustuna hjá verkstæði Bílheima eftir síðustu viðskipti okkar. Þeir gerðu ekki neitt þrátt fyrir að ég hefði talið upp nokkur atriði sem þurfti að skoða. Um bremsurnar sögðu þeir að það þyrfti að skipta um þær næst, skoðunin í morgun sýnir að það er einfaldlega rangt.

Keypti umtöluðustu bók landsins um leið og ég keypti afmælisgjöfina. Las fyrstu kaflana í gær og leyst nokkuð vel á þrátt fyrir að vera skeptískur útaf miklu lofi sem bókin hefur fengið. Klára hana um helgina.

dagbók